Fara í efni

Niðurstaða stýrihóps um eignarhlut sveitarfélaga í hjúkrunarheimilum

Málsnúmer 202511070

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 511. fundur - 04.12.2025

Í mars 2025 var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að ábyrgð á fjármögnun vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila flyttist alfarið til ríkisins frá og með 1. júlí 2025. Jafnframt áttu hjúkrunarheimili í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga að flytjast yfir til ríkisins eigi síðar en 1. janúar 2026.

Fyrir byggðarráði liggur niðurstaða stýrihóps ríkis og sveitarfélaga um eignarhlut sveitarfélaga í hjúkrunarheimilum og hvernig hann færist til ríkisins um næstu áramót.
Lagt fram til kynningar.