Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr. 1, sat fundinn Örlygur Hnefill Örlygsson.
1.Efnahagsleg áhrif af gjaldtöku skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 202505098Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur úttekt Reykjavík Economics um efnahagsleg áhrif af gjaldtöku skemmtiferðaskipa.
Örlygur Hnefill Örlygsson situr fundinn undir þessum lið.
Örlygur Hnefill Örlygsson situr fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hafnasjóðs tekur undir þau alvarlegu efnahagslegu áhrif sem verða á landsbyggðinni vegna gjaldtöku á skemmtiferðaskip.
Stjórnin felur Hafnastjóra að fylgja málinu eftir við atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra, formann fjárlaganefndar og aðra er málið varðar.
Stjórnin felur Hafnastjóra að fylgja málinu eftir við atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra, formann fjárlaganefndar og aðra er málið varðar.
2.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að ræða hagræðingu og vinna tillögur að viðbrögðum vegna samdráttar í tekjum hafnarinnar á árinu.
Stjórn Hafnasjóðs heldur áfram vinnu sinni við málið á næsta fundi sínum þann 18. júní nk.
3.Opnun tilboða í Þvergarð Húsavík
Málsnúmer 202506003Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur til kynningar opnun tilboða í Þvergarð á Húsavík.
Málið kynnt fyrir stjórn Hafnasjóðs og ekki gerðar athugasemdir við útboðið.
4.Samgönguáætlun 2026-2030 endurskoðun áætlunar
Málsnúmer 202506007Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur endurskoðun á samgönguáætlun fyrir árin 2029-2030 fyrir hafnaframkvæmdir og sjóvarnarframkvæmdir.
Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest til 1.ágúst.
Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest til 1.ágúst.
Lagt fram til kynningar.
5.Uppbygging hafnaraðstöðu í tengslum við frekari atvinnuuppbyggingu á iðnaðarsvæðinu á Bakka
Málsnúmer 202502055Vakta málsnúmer
Fundur
Fulltrúi frá vegagerðinni mun koma á næsta fund stjórnar þann 18. júní nk. og fer yfir málið með stjórn Hafnasjóðs.
6.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar
Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál frá rekstrarstjóra hafna vegna rekstrar og fjárfestingar.
Lagt fram til kynningar.
7.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2024
Málsnúmer 202505021Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2024.
Frestur til að senda inn athugasemdir er fyrir 22. maí nk.
Frestur til að senda inn athugasemdir er fyrir 22. maí nk.
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerðir 2025
Málsnúmer 202502006Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fundargerð 472. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 28. apríl 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:15.