Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr. 4, sat fundinn Vilhjálmur Sigmundsson frá Eimskip.
1.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að klára hagræðingar tillögur vegna rekstrarstöðvunar verksmiðju PCC á Bakka.
Á fundi stjórnar Hafnasjóðs þann 19. júní sl. var bókað:
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir tillögu rekstrarstjóra hafna sem er í samræmi við bókun byggðarráðs frá fundi nr. 498 sem haldinn var þann 12. júní sl.
Á fundi stjórnar Hafnasjóðs þann 19. júní sl. var bókað:
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir tillögu rekstrarstjóra hafna sem er í samræmi við bókun byggðarráðs frá fundi nr. 498 sem haldinn var þann 12. júní sl.
Stjórn Hafnasjóðs felur rektrarstjóra hafna að vinna að hagræðingu í rekstri og klára það mál í september nk. í samræmi við umræður á fundinum.
2.Samgönguáætlun 2026-2030 endurskoðun áætlunar
Málsnúmer 202506007Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur til kynningar vinna við samgönguáætlun 2026-2030.
Tillögum hefur verið skilað til siglingasviðs Vegagerðarinnar og fundað með sviðinu.
Stjórnin felur hafnastjóra að fylgja málinu eftir.
Stjórnin felur hafnastjóra að fylgja málinu eftir.
3.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar
Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál frá rekstrarstjóra hafna.
Lagt fram til kynningar.
4.Hafnarmál 2025 heimsóknir
Málsnúmer 202404080Vakta málsnúmer
Á fund stjórnar mætir Vilhjálmur Sigmundsson frá Eimskip Húsavík.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar Vilhjálmi frá Eimskip fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á stöðu og horfum á svæðinu.
Fundi slitið - kl. 10:05.