Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við gistiskála að Hólsseli að Fjöllum

Málsnúmer 202512001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 229. fundur - 02.12.2025

Fjalladrottning ehf óskar byggingarleyfis fyrir viðbyggingu við gistiskála í Hólsseli. Um er að ræða þrjú gistirými, hvert um sig 32,6 m². Fyrir liggja aðalteikningar unnar af Árna Gunnari Kristjánssyni hjá Eflu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppbyggingu hússins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.