Ósk um framlengingu lóðar til E-Valor ehf
Málsnúmer 202511055
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 229. fundur - 02.12.2025
E-Valor ehf óskar framlengingu lóðarúthlutunar vegna Dvergabakka 5. Lóðinni var úthlutað til E-Valor þann 31. október 2024 gegn því að byggingaráform lægju fyrir eigi síðar en 31. október 2025 og að framkvæmdir hæfust eigi síðar en 31. október 2026. E-Valor hefur ekki staðfest byggingaráformin en fullur vilji er fyrirframkvæmdum og horft til þess að undirbúningur á svæðinu geti hafist árið 2026 og að framleiðsla hefjist árið 2028. Fyrirhuguð starfsemi felur í sér framleiðslu á vistvænu rafeldsneyti. Meðfylgjandi erindi er kynning á fyrirtækinu og minnisblað um fyrirhugaða starfsemi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að úthlutun lóðarinnar Dvergabakka 5, eða sambærilegrar lóðar, til E-Valor ehf verði framlengd með þeim skilyrðum að fullnægjandi byggingaráform verði lögð fyrir sveitarfélagið eigi síðar en í lok árs 2026 og að verklegar framkvæmdir vegna uppbyggingar hefjist eigi síðar en í lok árs 2027.
Sveitarstjórn Norðurþings - 159. fundur - 11.12.2025
Á 229. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að úthlutun lóðarinnar Dvergabakka 5, eða sambærilegrar lóðar, til E-Valor ehf verði framlengd með þeim skilyrðum að fullnægjandi byggingaráform verði lögð fyrir sveitarfélagið eigi síðar en í lok árs 2026 og að verklegar framkvæmdir vegna uppbyggingar hefjist eigi síðar en í lok árs 2027.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að úthlutun lóðarinnar Dvergabakka 5, eða sambærilegrar lóðar, til E-Valor ehf verði framlengd með þeim skilyrðum að fullnægjandi byggingaráform verði lögð fyrir sveitarfélagið eigi síðar en í lok árs 2026 og að verklegar framkvæmdir vegna uppbyggingar hefjist eigi síðar en í lok árs 2027.
Til máls tók: Soffía.
Tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs er samþykkt samhljóða.
Tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs er samþykkt samhljóða.