Sveitarstjórn Norðurþings
Dagskrá
1.Atvinnumál í Norðurþingi
Málsnúmer 202508067Vakta málsnúmer
Frá því snemma á þessu ári hefur legið fyrir að rekstur PCC BakkiSilicon væri erfiður vegna ástands á heimsmarkaði með kísilmálm. Það hefur leitt til rekstrarstöðvunar og uppsagna starfsfólks þar sem um 130 manns hafa misst vinnuna það sem af er þessu ári.
Rekstrarstöðvunin hefur víðtæk áhrif á starfsemi verktaka- og þjónustufyrirtækja en um 20 fyrirtæki í Norðurþingi hafa beinan hag af því að verksmiðjan sé í framleiðslu.
Norðurþing hefur greint áhrif rekstrarstöðvunarinnar á sveitarsjóð og er tekjusamdráttur útsvarstekna áætlaður um 3-400 milljónir króna sem jafngildir 12-14% samdrætti m.v. árið 2025. Áhrif á Hafnasjóð Norðurþings eru enn þyngri en áætlað er að sjóðurinn missi 60-70% tekna sinna vegna rekstrarstöðvunar PCC og stöðvun strandsiglinga í kjölfarið.
Sveitarstjórn hefur það sem af er ári átt marga upplýsingafundi og mjög gott samtal við þingmenn kjördæmisins, fastanefndir Alþingis og ráðherra í ríkisstjórn Íslands um stöðu mála. Á síðasta vorþingi sat forsvarsfólk sveitarfélagsins ásamt forstjóra PCC fundi með atvinnuveganefnd og efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis til að upplýsa um stöðuna og fara yfir mögulegt viðbragð af hálfu stjórnvalda. Í haust hafa sömu aðilar fundað bæði með fjármála- og efnahagsráðherra og utanríkisráðherra til að fylgja málum eftir fyrir PCC. Einnig var fundað með þingmönnum kjördæmisins í kjördæmaviku í lok september.
Í júní áttu sveitarstjórar á SSNE svæðinu, ásamt framkvæmdastjóra samtakanna, fund með forsætisráðherra þar sem farið var yfir áhrif rekstrarvanda PCC á Norðurþing og atvinnumál á SSNE svæðinu. Í framhaldi af þeim fundi skipaði forsætisráðherra starfshóp fimm ráðuneyta með það hlutverk að kortleggja stöðu atvinnumála á Húsavík og nágrenni vegna tilkynninga um mögulega rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka. Starfshópnum var einnig ætlað að koma með tillögur að mögulegum viðbrögðum stjórnvalda til bæði skemmri og lengri tíma með hliðsjón af ólíkum sviðsmyndum. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili forsætisráðherra álitsgerð sinni núna um miðjan október en samvinna við hópinn hefur verið mjög góð, mikil upplýsingagjöf og kortlagning á stöðu mála.
Sveitarstjórn hefur allt þetta kjörtímabil lagt mikla áherslu á grænan iðngarð á Bakka. Sú vinna hefur skilað góðri kortlagningu á gæðum svæðisins sem hefur leitt af sér mikinn áhuga fyrirtækja á iðnaðarsvæðinu. Sveitarstjórn samþykkti viljayfirlýsingu við gagnaver á síðasta fundi sínum. Auk þess er unnið að viljayfirlýsingu um landeldi á Bakka og rannsóknum á svæðinu kringum Bakka fyrir vindorkuver, Carbfix, Heidelberg og Steypustöðina. Þá er til skoðunar álúrvinnsluverkefni, rafeldsneytisframleiðsla, stórþaravinnsla Íslandsþara og fleiri verkefni styttra á veg komin. Til að meta stöðuna og tryggja þá innviði sem þarf til þessara verkefna hefur t.d. verið fundað með Landsvirkjun, Landsneti, Farice, Vegagerðinni, SSNE og Eimi.
Rekstrarstöðvun PCC hefur mikil áhrif á rekstur Norðurþings, fyrirtækja og félaga á svæðinu, samfélagið í Norðurþingi og lífsviðurværi fjölskyldna. Sveitarstjórn hefur fullan skilning á alvarleika stöðunnar sem upp er komin en ítrekar að það eru mikil verðmæti fólgin í þeirri vinnu sem sveitarstjórn hefur lagt áherslu á síðustu mánuði og ár í tengslum við grænan iðngarð á Bakka. Sveitarstjórn mun áfram berjast fyrir tilveru verksmiðju PCC BakkiSilicon en einnig leggja kapp á að styrkja stoðir atvinnulífsins með því að fjölga fyrirtækjum og nýjum atvinnutækifærum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn vinnur úr erfiðri stöðu af ábyrgð, með samvinnu, jákvæða nálgun og bjartsýni fyrir framtíð samfélagsins að leiðarljósi.
Rekstrarstöðvunin hefur víðtæk áhrif á starfsemi verktaka- og þjónustufyrirtækja en um 20 fyrirtæki í Norðurþingi hafa beinan hag af því að verksmiðjan sé í framleiðslu.
Norðurþing hefur greint áhrif rekstrarstöðvunarinnar á sveitarsjóð og er tekjusamdráttur útsvarstekna áætlaður um 3-400 milljónir króna sem jafngildir 12-14% samdrætti m.v. árið 2025. Áhrif á Hafnasjóð Norðurþings eru enn þyngri en áætlað er að sjóðurinn missi 60-70% tekna sinna vegna rekstrarstöðvunar PCC og stöðvun strandsiglinga í kjölfarið.
Sveitarstjórn hefur það sem af er ári átt marga upplýsingafundi og mjög gott samtal við þingmenn kjördæmisins, fastanefndir Alþingis og ráðherra í ríkisstjórn Íslands um stöðu mála. Á síðasta vorþingi sat forsvarsfólk sveitarfélagsins ásamt forstjóra PCC fundi með atvinnuveganefnd og efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis til að upplýsa um stöðuna og fara yfir mögulegt viðbragð af hálfu stjórnvalda. Í haust hafa sömu aðilar fundað bæði með fjármála- og efnahagsráðherra og utanríkisráðherra til að fylgja málum eftir fyrir PCC. Einnig var fundað með þingmönnum kjördæmisins í kjördæmaviku í lok september.
Í júní áttu sveitarstjórar á SSNE svæðinu, ásamt framkvæmdastjóra samtakanna, fund með forsætisráðherra þar sem farið var yfir áhrif rekstrarvanda PCC á Norðurþing og atvinnumál á SSNE svæðinu. Í framhaldi af þeim fundi skipaði forsætisráðherra starfshóp fimm ráðuneyta með það hlutverk að kortleggja stöðu atvinnumála á Húsavík og nágrenni vegna tilkynninga um mögulega rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka. Starfshópnum var einnig ætlað að koma með tillögur að mögulegum viðbrögðum stjórnvalda til bæði skemmri og lengri tíma með hliðsjón af ólíkum sviðsmyndum. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili forsætisráðherra álitsgerð sinni núna um miðjan október en samvinna við hópinn hefur verið mjög góð, mikil upplýsingagjöf og kortlagning á stöðu mála.
Sveitarstjórn hefur allt þetta kjörtímabil lagt mikla áherslu á grænan iðngarð á Bakka. Sú vinna hefur skilað góðri kortlagningu á gæðum svæðisins sem hefur leitt af sér mikinn áhuga fyrirtækja á iðnaðarsvæðinu. Sveitarstjórn samþykkti viljayfirlýsingu við gagnaver á síðasta fundi sínum. Auk þess er unnið að viljayfirlýsingu um landeldi á Bakka og rannsóknum á svæðinu kringum Bakka fyrir vindorkuver, Carbfix, Heidelberg og Steypustöðina. Þá er til skoðunar álúrvinnsluverkefni, rafeldsneytisframleiðsla, stórþaravinnsla Íslandsþara og fleiri verkefni styttra á veg komin. Til að meta stöðuna og tryggja þá innviði sem þarf til þessara verkefna hefur t.d. verið fundað með Landsvirkjun, Landsneti, Farice, Vegagerðinni, SSNE og Eimi.
Rekstrarstöðvun PCC hefur mikil áhrif á rekstur Norðurþings, fyrirtækja og félaga á svæðinu, samfélagið í Norðurþingi og lífsviðurværi fjölskyldna. Sveitarstjórn hefur fullan skilning á alvarleika stöðunnar sem upp er komin en ítrekar að það eru mikil verðmæti fólgin í þeirri vinnu sem sveitarstjórn hefur lagt áherslu á síðustu mánuði og ár í tengslum við grænan iðngarð á Bakka. Sveitarstjórn mun áfram berjast fyrir tilveru verksmiðju PCC BakkiSilicon en einnig leggja kapp á að styrkja stoðir atvinnulífsins með því að fjölga fyrirtækjum og nýjum atvinnutækifærum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn vinnur úr erfiðri stöðu af ábyrgð, með samvinnu, jákvæða nálgun og bjartsýni fyrir framtíð samfélagsins að leiðarljósi.
2.Umsvif ferðaþjónustu hjá Höfnum Norðurþings
Málsnúmer 202509097Vakta málsnúmer
Á 36. fundi stjórnar hafnasjóðs 25. september sl. lágu fyrir upplýsingar um umsvif ferðaþjónustu í Höfnum Norðurþings árið 2025 og samanburður við árið á undan. Einnig til kynningar bókunarstaða skemmtiferðaskipa fyrir árið 2026 en ríflega 30% samdráttur er í bókunum á milli ára.
Stjórn Hafnasjóðs bókaði eftirfarandi:
Veruleg aukning hefur verið undanfarin ár í hvalaskoðun, einnig í komu skemmtiferðaskipa á þessu ári.
Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri áhyggjur sínar vegna fyrirséðs samdráttar í komu skemmtiferðaskipa á næsta ári vegna aukinnar skattheimtu ríkisins. Ljóst er að samdrátturinn mun hafa neikvæð margfeldisáhrif víða í samfélaginu. Má þar nefna veitingastaði, söfn, verslun og margvíslega þjónustu.
Stjórn Hafnasjóðs bókaði eftirfarandi:
Veruleg aukning hefur verið undanfarin ár í hvalaskoðun, einnig í komu skemmtiferðaskipa á þessu ári.
Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri áhyggjur sínar vegna fyrirséðs samdráttar í komu skemmtiferðaskipa á næsta ári vegna aukinnar skattheimtu ríkisins. Ljóst er að samdrátturinn mun hafa neikvæð margfeldisáhrif víða í samfélaginu. Má þar nefna veitingastaði, söfn, verslun og margvíslega þjónustu.
Til máls tóku: Benóný, Áki, Helena, Katrín, Hjálmar og Ingibjörg.
Undirrituð leggur til að sveitarstjórn geri eftirfarandi bókun stjórnar hafnarsjóðs Norðurþings að sinni:
Veruleg aukning hefur verið undanfarin ár í hvalaskoðun, einnig í komu skemmtiferðaskipa á þessu ári.
Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri áhyggjur sínar vegna fyrirséðs samdráttar í komu skemmtiferðaskipa á næsta ári vegna aukinnar skattheimtu ríkisins. Ljóst er að samdrátturinn mun hafa neikvæð margfeldisáhrif víða í samfélaginu. Má þar nefna veitingastaði, söfn, verslun og margvíslega þjónustu.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.
Undirrituð leggur til að sveitarstjórn geri eftirfarandi bókun stjórnar hafnarsjóðs Norðurþings að sinni:
Veruleg aukning hefur verið undanfarin ár í hvalaskoðun, einnig í komu skemmtiferðaskipa á þessu ári.
Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri áhyggjur sínar vegna fyrirséðs samdráttar í komu skemmtiferðaskipa á næsta ári vegna aukinnar skattheimtu ríkisins. Ljóst er að samdrátturinn mun hafa neikvæð margfeldisáhrif víða í samfélaginu. Má þar nefna veitingastaði, söfn, verslun og margvíslega þjónustu.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.
3.Boð um þátttöku í samráði: Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr.138/2011
Málsnúmer 202509110Vakta málsnúmer
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2025; Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Umsagnarfrestur er til og með 13.10.2025.
Umsagnarfrestur er til og með 13.10.2025.
Til máls tóku: Benóný, Helena, Áki og Hjálmar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að umsögn til samræmis við umræður á fundinum og skila fyrir hönd sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að umsögn til samræmis við umræður á fundinum og skila fyrir hönd sveitarfélagsins.
4.DarkSky og Norðurþing
Málsnúmer 202510011Vakta málsnúmer
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing verði aðili að DarkSky og það fyrsta á Íslandi.
Hlutverk og markmið DarkSky International er að endurheimta næturhiminninn og verndar samfélög gegn áhrifum ljósmengunar með fræðslu og náttúruvernd.
Næturhiminninn er náttúruleg, menningarleg og söguleg auðlind sem þarf að vernda og nýta.
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Hlutverk og markmið DarkSky International er að endurheimta næturhiminninn og verndar samfélög gegn áhrifum ljósmengunar með fræðslu og náttúruvernd.
Næturhiminninn er náttúruleg, menningarleg og söguleg auðlind sem þarf að vernda og nýta.
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Hjálmar, Benóný, Soffía, Aldey, Áki, Katrín og Helena.
Sveitarstjórn samþykkir með atkvæðum Aldeyjar, Áka, Benónýs, Helenu, Hjálmar, Hönnu, Ingibjargar og Soffíu að verða alþjóðlegur staður DarkSky International.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.
Sveitarstjórn samþykkir með atkvæðum Aldeyjar, Áka, Benónýs, Helenu, Hjálmar, Hönnu, Ingibjargar og Soffíu að verða alþjóðlegur staður DarkSky International.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.
5.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun 2025
Málsnúmer 202411065Vakta málsnúmer
Á 224. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi Menntastefnu Norðurþings 2026-2031 og vísar til samþykktar í sveitarstjórn. Í kjölfarið felur ráðið sviðsstjóra velferðarsviðs að fylgja innleiðingu stefnunnar eftir og kynna stefnuna fyrir íbúum sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi Menntastefnu Norðurþings 2026-2031 og vísar til samþykktar í sveitarstjórn. Í kjölfarið felur ráðið sviðsstjóra velferðarsviðs að fylgja innleiðingu stefnunnar eftir og kynna stefnuna fyrir íbúum sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Kristinn, Helena og Benóný.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi stefnu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi stefnu.
6.Viðaukar á velferðarsviði
Málsnúmer 202509021Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu viðaukabeiðni vegna málaflokks 04- fræðslu og uppeldismál að upphæð 64,9 m.kr og 02- félagsþjónusta að upphæð 33,9 m.kr.
Á 224. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð vísar viðaukabeiðni vegna kjarasamningstengdra launahækkana kennara í Borgarhólsskóla, sem og viðauka vegna lögbundinnar þjónustu á velferðarsviði, til umfjöllunar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Á 504. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Á 224. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð vísar viðaukabeiðni vegna kjarasamningstengdra launahækkana kennara í Borgarhólsskóla, sem og viðauka vegna lögbundinnar þjónustu á velferðarsviði, til umfjöllunar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Á 504. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.
7.Viðauki Hreinlætismál
Málsnúmer 202509041Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu viðaukabeiðni í málaflokki hreinlætismála að upphæð 20,5 m.kr.
Á 224. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar viðaukabeiðni í málaflokki hreinlætismála til umfjöllunar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Á 504. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Á 224. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar viðaukabeiðni í málaflokki hreinlætismála til umfjöllunar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Á 504. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.
8.Viðauki brunamál og almannavarnir
Málsnúmer 202509022Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu viðaukabeiðni í málaflokki 07- brunamál og almannavarnir heildarupphæð viðauka er 27,3 m.kr.
Á 504. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Á 504. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.
9.Viðauki vegna tekjufalls
Málsnúmer 202509043Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun stjórnar Hafnasjóðs ársins 2025.
Viðaukinn er gerður vegna tekjufalls vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka.
Samtals fjárhæð viðauka er 122.500.000 kr lækkun á tekjuliðum Hafnasjóðs. Lagt er til að mæta viðaukanum með lækkun á handbæru fé A og B hluta.
Á 36. fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Viðaukinn er gerður vegna tekjufalls vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka.
Samtals fjárhæð viðauka er 122.500.000 kr lækkun á tekjuliðum Hafnasjóðs. Lagt er til að mæta viðaukanum með lækkun á handbæru fé A og B hluta.
Á 36. fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.
10.Samþykkt um hunda- og kattahald
Málsnúmer 202509111Vakta málsnúmer
Á 225. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi m.a. bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögum að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Norðurþingi til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögum að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Norðurþingi til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Soffía.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
11.Samþykkt um fiðurfé
Málsnúmer 202407049Vakta málsnúmer
Á 148. fundi sveitarstjórnar var samþykkt samhljóða að vísa samþykkt um fiðurfé til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykkt.
12.Fjölskylduráð - 224
Málsnúmer 2509001FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 224. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.
13.Fjölskylduráð - 225
Málsnúmer 2509005FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 225. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Íþróttavika Evrópu - Heilsueflandi samfélag": Helena.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
14.Fjölskylduráð - 226
Málsnúmer 2509008FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 226. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 4 "Betri leikskóli": Aldey, Hjálmar, Kristinn, Helena og Ingibjörg.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 224
Málsnúmer 2508012FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 224. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 7 "Borgarhólsskóli - viðbygging, innanhús frágangur": Soffía.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
16.Skipulags- og framkvæmdaráð - 225
Málsnúmer 2509007FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 225. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Aðgengi að nýjum leikvelli í Breiðulág": Soffía.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
17.Byggðarráð Norðurþings - 504
Málsnúmer 2509003FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 504. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 14 "Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025": Katrín, Helena og Hjálmar.
Til máls tóku undir lið 12 "Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis LSNE": Ingibjörg og Hjálmar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Til máls tóku undir lið 12 "Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis LSNE": Ingibjörg og Hjálmar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
18.Byggðarráð Norðurþings - 505
Málsnúmer 2509006FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 505. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 4 "Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp": Hjálmar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
19.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 36
Málsnúmer 2509004FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 36. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Lagt fram.