Fara í efni

Umsvif ferðaþjónustu hjá Höfnum Norðurþings

Málsnúmer 202509097

Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 36. fundur - 25.09.2025

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar um umsvif ferðaþjónustu í Höfnum Norðurþings árið 2025 og samanburður við árið á undan.
Einnig til kynningar bókunarstaða skemmtiferðaskipa fyrir árið 2026 en ríflega 30% samdráttur er í bókunum á milli ára.
Veruleg aukning hefur verið undanfarin ár í hvalaskoðun, einnig í komu skemmtiferðaskipa á þessu ári.

Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri áhyggjur sínar vegna fyrirséðs samdráttar í komu skemmtiferðaskipa á næsta ári vegna aukinnar skattheimtu ríkisins. Ljóst er að samdrátturinn mun hafa neikvæð margfeldisáhrif víða í samfélaginu. Má þar nefna veitingastaði, söfn, verslun og margvíslega þjónustu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 157. fundur - 09.10.2025

Á 36. fundi stjórnar hafnasjóðs 25. september sl. lágu fyrir upplýsingar um umsvif ferðaþjónustu í Höfnum Norðurþings árið 2025 og samanburður við árið á undan. Einnig til kynningar bókunarstaða skemmtiferðaskipa fyrir árið 2026 en ríflega 30% samdráttur er í bókunum á milli ára.

Stjórn Hafnasjóðs bókaði eftirfarandi:
Veruleg aukning hefur verið undanfarin ár í hvalaskoðun, einnig í komu skemmtiferðaskipa á þessu ári.

Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri áhyggjur sínar vegna fyrirséðs samdráttar í komu skemmtiferðaskipa á næsta ári vegna aukinnar skattheimtu ríkisins. Ljóst er að samdrátturinn mun hafa neikvæð margfeldisáhrif víða í samfélaginu. Má þar nefna veitingastaði, söfn, verslun og margvíslega þjónustu.
Til máls tóku: Benóný, Áki, Helena, Katrín, Hjálmar og Ingibjörg.

Undirrituð leggur til að sveitarstjórn geri eftirfarandi bókun stjórnar hafnarsjóðs Norðurþings að sinni:
Veruleg aukning hefur verið undanfarin ár í hvalaskoðun, einnig í komu skemmtiferðaskipa á þessu ári.
Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri áhyggjur sínar vegna fyrirséðs samdráttar í komu skemmtiferðaskipa á næsta ári vegna aukinnar skattheimtu ríkisins. Ljóst er að samdrátturinn mun hafa neikvæð margfeldisáhrif víða í samfélaginu. Má þar nefna veitingastaði, söfn, verslun og margvíslega þjónustu.
Helena Eydís Ingólfsdóttir

Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.