Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

36. fundur 25. september 2025 kl. 12:00 - 13:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir hafnarstjóri
  • Bergur Elías Ágústsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Viðauki vegna tekjufalls

Málsnúmer 202509043Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Viðaukinn er gerður vegna tekjufalls vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka.

Samtals fjárhæð viðauka er 122.500.000 kr lækkun á tekjuliðum Hafnasjóðs. Lagt er til að mæta viðaukanum með lækkun á handbæru fé A og B hluta.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Kynning á nústöðu PCC

Málsnúmer 202209092Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar um nústöðu PCC á Bakka og hvað þarf að breytast til að rekstrarforsendur batni og framleiðsla geti hafist á ný.
Stjórn Hafnasjóðs ítrekar mikilvægi þess að starfsemi PCC á Bakka hefjist að nýju sem fyrst.

3.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2026-2029

Málsnúmer 202509070Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur kynning á vinnu við áætlanagerð 2026-2029.
Stjórn Hafnasjóðs mun halda áfram vinnu sinni við fjárhagsáætlun á næsta fundi sínum í október.

4.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál frá rekstrarstjóra hafna.
Lagt fram til kynningar.

5.Verksamningur Þilskurður við Þvergarð

Málsnúmer 202509084Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur verksamningur vegna vinnu við þilskurð við Þvergarð á árinu 2026.
Stjórn Hafnasjóðs fagnar því að framkvæmdir við Þvergarð hefjist á næstu mánuðum. Framlag Norðurþings í verkið er um 95 m.kr. sem er 40% af heildarkostnaði verksins.

6.Umsvif ferðaþjónustu hjá Höfnum Norðurþings

Málsnúmer 202509097Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar um umsvif ferðaþjónustu í Höfnum Norðurþings árið 2025 og samanburður við árið á undan.
Einnig til kynningar bókunarstaða skemmtiferðaskipa fyrir árið 2026 en ríflega 30% samdráttur er í bókunum á milli ára.
Veruleg aukning hefur verið undanfarin ár í hvalaskoðun, einnig í komu skemmtiferðaskipa á þessu ári.

Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri áhyggjur sínar vegna fyrirséðs samdráttar í komu skemmtiferðaskipa á næsta ári vegna aukinnar skattheimtu ríkisins. Ljóst er að samdrátturinn mun hafa neikvæð margfeldisáhrif víða í samfélaginu. Má þar nefna veitingastaði, söfn, verslun og margvíslega þjónustu.

7.Fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040

Málsnúmer 202509083Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur skýrsla frá Hafnasambandi Íslands. Skýrslan fjallar um fjárfestingar og framtíðaráætlanir hafna á Íslandi. Skýrslan verður kynnt sérstaklega á Hafnafundi í Ólafsvík 23. október nk.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2025

Málsnúmer 202502006Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggja fundargerðir 474 og 475. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 22. ágúst sl. og 10. september sl.
Stjórn Hafnasjóðs tekur undir bókun Stjórnar Hafnasambands Íslands í 4. lið fundargerðar 475. fundar frá 10. september sl. þar sem bókað er um farþegagjald.

Fundi slitið - kl. 13:00.