DarkSky og Norðurþing
Málsnúmer 202510011
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 157. fundur - 09.10.2025
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing verði aðili að DarkSky og það fyrsta á Íslandi.
Hlutverk og markmið DarkSky International er að endurheimta næturhiminninn og verndar samfélög gegn áhrifum ljósmengunar með fræðslu og náttúruvernd.
Næturhiminninn er náttúruleg, menningarleg og söguleg auðlind sem þarf að vernda og nýta.
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Hlutverk og markmið DarkSky International er að endurheimta næturhiminninn og verndar samfélög gegn áhrifum ljósmengunar með fræðslu og náttúruvernd.
Næturhiminninn er náttúruleg, menningarleg og söguleg auðlind sem þarf að vernda og nýta.
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir með atkvæðum Aldeyjar, Áka, Benónýs, Helenu, Hjálmar, Hönnu, Ingibjargar og Soffíu að verða alþjóðlegur staður DarkSky International.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.