Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

225. fundur 30. september 2025 kl. 14:00 - 15:25 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Þorsteinn Snævar Benediktsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Alexander Gunnar Jónasson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Guðný María Waage, frá dýraeftirliti Norðurþings sat fundinn undir lið 5.

1.Aðgengi að nýjum leikvelli í Breiðulág

Málsnúmer 202509078Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti framkvæmdir við leikvöll í Breiðulág. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að heimila sviðsstjóra að uppfæra auglýsingu um umferð í samræmi við framkvæmdir á svæðinu og heimila uppsetningu á hraðahindrun.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar sviðsstjóra að uppfæra auglýsingu um umferð í samræmi við framkvæmdir á svæðinu, sem og uppsetningu á hraðahindrun í Langholti.

2.Umsókn um byggingarleyfi fyrir framlengingu á þaki við Miðgarð 1, Húsavík

Málsnúmer 202509089Vakta málsnúmer

Daníel Borgþórsson og Hrefna Regína Gunnarsdóttir óska heimildar til að framlengja þak Miðgarðs 1 og loka tröppupalli á suðvesturhlið hússins. Við það stækkar húsið um 7,7 m². Fyrir liggur teikning sem sýnir fyrirhugaða breytingu og skriflegt samþykki nágranna að Miðgarði 3, Ketilsbraut 20 og Garðarsbraut 21.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

3.Ósk um umsögn vegna nýs aðalskipulags í Þingeyjarsveit

Málsnúmer 202509108Vakta málsnúmer

Þingeyjarsveit óskar umsagnar um tillögu að nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2044. Umsagnarfrestur á Skipulagsgátt er til 4. nóvember n.k.
Erindið lagt fram á þessu stigi.

4.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - Framkvæmdir og viðhald

Málsnúmer 202509122Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir helstu viðhaldsmál vegna sundlaugarinnar á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að afla frekari gagna og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Samþykkt um hunda- og kattahald

Málsnúmer 202509111Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að nýrri samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Norðurþingi en gildandi samþykkt er frá árinu 2019.

Guðný María Waage, dýraeftirlitsmaður Norðurþings, sat fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Guðnýju Maríu Waage fyrir komuna á fundinn og vísar drögum að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Norðurþingi til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

6.Umsókn um rannsóknarleyfi

Málsnúmer 202509134Vakta málsnúmer

Steypustöðin ehf. og Solstice Materials ehf. óska eftir leyfi til rannsókna á móbergsefni í Grístatungufjöllum ofan Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir leyfi til handa Steypustöðinni ehf. og Solstice Material ehf. til rannsókna á móbergi í Grísatungufjöllum skv. þeirri lýsingu sem fram kemur í erindi. Athuganir utan lands í eigu Norðurþings eru háðar samþykki viðkomandi landeigenda. Samþykki ráðsins er gert með þeim fyrirvara að athuganir verði unnar í fullu samráði við skipulagsfulltrúa Norðurþings og að frágangur athugunarstaða í verklok verði með þeim hætti að varanleg ummerki verði óveruleg. Sérstaklega verði horft til þess við val á framkvæmdastöðum og tímasetningum að athuganir trufli ekki fuglalíf á varptíma. Leyfi til rannsókna gildir út árið 2026.

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Urðargerði 2, Húsavík

Málsnúmer 202508046Vakta málsnúmer

Nú er lokið grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar að Urðargerði 2 á Húsavík. Einn nágranni kom á framfæri athugasemdum við grenndarkynninguna. Guðmundur Helgason í Steinagerði 1 telur ekki heppilegt að heimila uppbyggingu bílskúrs upp að gangstétt við Breiðagerði þar sem það muni þrengja útsýni fyrir umferð á gatnamótum Urðargerðis og Breiðagerðis. Ennfremur leggst Guðmundur gegn uppbyggingu saunaklefa nær lóðarmörkum við Steinagerði 1 en 3 m.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur ekki undir sjónarmið nágranna um að útsýni á gatnamótum Urðargerðis og Breiðagerðis muni skerðast umtalsvert við uppbyggingu fyrirhugaðs bílskúrs að lóðarmörkum. Á það er minnt að lóðarmörk eru meira en 4 m frá götu við Breiðagerði og fyrirhuguð bygging meira en 6 m frá götu við Urðargerði.

Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni að Urðargerði 2 skv. framlögðum teikningum með þeirri undantekningu að ráðið heimilar ekki uppbyggingu saunaklefa nær lóðarmörkum við Steinagerði 1 en 3 m.

Fundi slitið - kl. 15:25.