Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Urðargerði 2, Húsavík
Málsnúmer 202508046
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 223. fundur - 26.08.2025
Almar Eggertsson, f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf, óskar eftir byggingarleyfi fyrir bílskúr, saunaklefa, breytingar á þaki og uppsetningu garðveggja og sólpalla að Urðargerði 2 á Húsavík skv. fyrirliggjandi teikningum. Hönnuður breytinga er Almar Eggertsson hjá Faglausn. Stærð viðbyggingar bílskúrs er 58,9 m² og stærð saunaklefa er 16,8 m².
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd nágrönnum að Urðargerði 1, Urðargerði 3, Urðargerði 4, Steinagerði 1, Steinagerði 3 og Brúnagerði 2 áður en afstaða er tekin til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 225. fundur - 30.09.2025
Nú er lokið grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar að Urðargerði 2 á Húsavík. Einn nágranni kom á framfæri athugasemdum við grenndarkynninguna. Guðmundur Helgason í Steinagerði 1 telur ekki heppilegt að heimila uppbyggingu bílskúrs upp að gangstétt við Breiðagerði þar sem það muni þrengja útsýni fyrir umferð á gatnamótum Urðargerðis og Breiðagerðis. Ennfremur leggst Guðmundur gegn uppbyggingu saunaklefa nær lóðarmörkum við Steinagerði 1 en 3 m.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur ekki undir sjónarmið nágranna um að útsýni á gatnamótum Urðargerðis og Breiðagerðis muni skerðast umtalsvert við uppbyggingu fyrirhugaðs bílskúrs að lóðarmörkum. Á það er minnt að lóðarmörk eru meira en 4 m frá götu við Breiðagerði og fyrirhuguð bygging meira en 6 m frá götu við Urðargerði.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni að Urðargerði 2 skv. framlögðum teikningum með þeirri undantekningu að ráðið heimilar ekki uppbyggingu saunaklefa nær lóðarmörkum við Steinagerði 1 en 3 m.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni að Urðargerði 2 skv. framlögðum teikningum með þeirri undantekningu að ráðið heimilar ekki uppbyggingu saunaklefa nær lóðarmörkum við Steinagerði 1 en 3 m.