Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer
Nú liggur fyrir tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Norðurþings 2025-2045 eins og vinnuhópur um aðalskipulag skilaði henni af sér til skipulags- og framkvæmdaráðs eftir fund 14. ágúst s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan eins og hún liggur fyrir verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa verði falið að leita samþykkis stofnunarinnar.
2.Ósk um nafnabreytingu á landi 154197, Núpur lóð
Málsnúmer 202508030Vakta málsnúmer
Guðmundur Sigurpáll Ólafsson og Olga Gísladóttir óska eftir að lóð þeirra Núpur lóð 154197 fái hér eftir heitið Núpur 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að lóðin fái heitið Núpur 1 og felur skipulagsfulltrúa að annast nafnbreytinguna.
3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu við Gunnubúð, Raufarhöfn
Málsnúmer 202508037Vakta málsnúmer
Reynir Þorsteinsson, f.h. Gunnubúðar ehf, óskar leyfis til að byggja 22 m² sólstofu við Gunnubúð að Aðalbraut 35. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af sólstofunni. Fyrir liggur samþykki meðeiganda í húsinu og nágranna að Aðalbraut 32 og Aðalbraut 33A.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni þegar fyrir liggja samþykki eigenda Aðalbrautar 33, Aðalbrautar 36 og Aðalbrautar 37 og fullnægjandi hönnunargögn.
4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Urðargerði 2, Húsavík
Málsnúmer 202508046Vakta málsnúmer
Almar Eggertsson, f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf, óskar eftir byggingarleyfi fyrir bílskúr, saunaklefa, breytingar á þaki og uppsetningu garðveggja og sólpalla að Urðargerði 2 á Húsavík skv. fyrirliggjandi teikningum. Hönnuður breytinga er Almar Eggertsson hjá Faglausn. Stærð viðbyggingar bílskúrs er 58,9 m² og stærð saunaklefa er 16,8 m².
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd nágrönnum að Urðargerði 1, Urðargerði 3, Urðargerði 4, Steinagerði 1, Steinagerði 3 og Brúnagerði 2 áður en afstaða er tekin til erindisins.
5.Sel sf. óskar stöðuleyfis fyrir seglskemmu
Málsnúmer 202508031Vakta málsnúmer
Stefán Haukur Grímsson, f.h. Sels sf, óskar stöðuleyfis fyrir gámaseglskemmu á geymslusvæði á Röndinni á Kópaskeri. Fyrirhuguð bygging væri 6,8 m há eins og rissmynd sem fylgdi erindi sýnir. Heildarflötur skemmunnar yrði 143,3 m² auk gámanna tveggja sem hún yrði byggð á milli.
Skipulags- og framkvæmdaráði hugnast ekki að heimila 7m háa gámaseglskemmu á svæðinu en getur fallist á allt að 5m háa gámaseglskemmu á stöðuleyfi til loka september 2026.
6.Afsláttur af gatnagerðagjaldi á iðnaðarsvæðinu á Bakka
Málsnúmer 202508043Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga formanns um að veittur verði 25%- 30% afsláttur af gatnagerðagjaldi samkvæmt gildandi gjaldskrá á skipulögðum iðnaðarlóðum á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Afslátturinn tekur gildi 1. október 2025 og gildir til 1. október 2027.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veittur verði 25% afsláttur gatnagerðargjalda á iðnaðarsvæði á Bakka frá gildandi gjaldskrá um gatnagerðargjöld. Afslátturinn gildi frá 1. október 2025 til 1. október 2027.
7.Erindi vegna Mjölhússins á Raufarhöfn
Málsnúmer 202508045Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi vegna Mjölhússins á Raufarhöfn.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar erindi frá óstofnuðu félagi, Mjölhúsið ehf., að Norðurþing afsali sér byggingunni til félagsins og leggi félaginu til það fjármagn sem áætlað hefur verið til niðurrifs, eða um 20 - 25 milljónir króna. Samningur við Hringrás um niðurrif Mjölhússins hefur legið fyrir síðan 19. júní sbr. fundargerð sveitarstjórnar (málsnr. 202505055) sama dag. Þykir erindið koma of seint þar sem verið er að ráðast í framkvæmdir á næstunni.
Birna Björnsdóttir situr hjá.
Birna Björnsdóttir situr hjá.
8.Athugasemd frá Hagsmunasamtökum barna á Húsavík vegna bílastæða við Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202508053Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur athugasemd frá Hagsmunasamtökum barna á Húsavík vegna bílastæðamála við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir athugasemdina og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka út merkingar um gjaldfrjáls bílastæði við Borgarhólsskóla, sem og að eiga samtal við skólastjórnendur um bílastæðamál við skólann til framtíðar.
9.Ósk um leyfi til þess að fara með hjólreiðakeppni í gegnum Húsavík
Málsnúmer 202508052Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Live production ehf. varðandi hjólreiðakeppni sem fram á að fara 27. - 31. ágúst n.k.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.
Fundi slitið - kl. 15:20.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir lið 9.