Sel sf. óskar stöðuleyfis fyrir seglskemmu
Málsnúmer 202508031
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 223. fundur - 26.08.2025
Stefán Haukur Grímsson, f.h. Sels sf, óskar stöðuleyfis fyrir gámaseglskemmu á geymslusvæði á Röndinni á Kópaskeri. Fyrirhuguð bygging væri 6,8 m há eins og rissmynd sem fylgdi erindi sýnir. Heildarflötur skemmunnar yrði 143,3 m² auk gámanna tveggja sem hún yrði byggð á milli.
Skipulags- og framkvæmdaráði hugnast ekki að heimila 7m háa gámaseglskemmu á svæðinu en getur fallist á allt að 5m háa gámaseglskemmu á stöðuleyfi til loka september 2026.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 224. fundur - 16.09.2025
Stefán Haukur Grímsson, f.h. Sels sf, óskar eftir endurskoðun fyrir stöðuleyfi fyrir gámaseglskemmu á geymslusvæði á Röndinni á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á stöðuleyfi fyrir gámaseglskemmunni skv. framlögðum gögnum til loka september 2026. Nánari staðsetning skemmunnar verði ákvörðuð í samráði milli umsækjanda og sviðsstjóra.