Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

224. fundur 16. september 2025 kl. 13:00 - 14:45 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Þorvaldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir liðum 4 og 5.

1.Sel sf.óskar stöðuleyfis fyrir seglskemmu

Málsnúmer 202508031Vakta málsnúmer

Stefán Haukur Grímsson, f.h. Sels sf, óskar eftir endurskoðun fyrir stöðuleyfi fyrir gámaseglskemmu á geymslusvæði á Röndinni á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á stöðuleyfi fyrir gámaseglskemmunni skv. framlögðum gögnum til loka september 2026. Nánari staðsetning skemmunnar verði ákvörðuð í samráði milli umsækjanda og sviðsstjóra.

2.Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfi gistinga vegna Stóragarðs 6

Málsnúmer 202509002Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi gististaðar í flokki II - G - íbúðarhúsnæði sem sérstaklega er ætlað til útleigu gesta til skamms tíma að Stóragarði 6, Húsavík. Fasteign 2153368. Forsvarsmaður rekstrar er Svava Hlín Arnarsdóttir, f.h. Sjóferða Arnars ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita sýslumanni jákvæða umsögn um erindið.

3.Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis gistingar vegna Stóragarðs 6 - íbúð 215-3369

Málsnúmer 202509042Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi gististaða í flokki II - G - íbúðarhúsnæði sem sérstaklega er ætlað til útleigu gesta til skamms tíma að Stóragarði 6, Húsavík. Fasteign 2153369. Forsvarsmaður rekstrar er Svava Hlín Arnarsdóttir, f.h. Sjóferða Arnars ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita sýslumanni jákvæða umsögn um erindið.

4.Viðauki Hreinlætismál

Málsnúmer 202509041Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar viðaukabeiðni í málaflokki hreinlætismála.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar viðaukabeiðni í málaflokki hreinlætismála til umfjöllunar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.

5.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028

Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer

Staðgengill sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs fór yfir framkvæmdaáætlun ársins og verkstöðu ýmissa mála.
Lagt fram til kynningar.

6.Ráðhús á Raufarhöfn

Málsnúmer 202503114Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfærð kostnaðaráætlun vegna endurbóta á Aðalbraut 23, Raufarhöfn Styrkur að fjárhæð 8.000.000,- úr C.1. sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða vegna verkefnisins "Ráðhúsið á Raufarhöfn, atvinnu- og samfélagssetur". Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til kostnaðaráætlunarinnar og mótframlags sveitarfélagsins í verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða kostnaðaráætlun og mótframlag sveitarfélagsins í verkefninu.

7.Borgarhólsskóli - viðbygging, innanhúsfrágangur

8.Fjallskilamál Norðurþings 2022-2026

Málsnúmer 202509073Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fundargerð fjallskilanefndar Öxarfjarðar frá 22. júlí s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við fjallskilanefnd.

9.Fyrirspurn um efnistöku í Saltvík Framlenging á samningi um efnistöku sands í Saltvík.

Málsnúmer 202509001Vakta málsnúmer

GYG ehf óskar eftir að framlengja samning um efnistöku í Saltvíkurfjöru. Jafnframt er óskað eftir samtali á gjaldtöku sveitarfélagsins á efnistöku í fjörunni.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að endurnýja samning á forsendum eldri samnings.

10.Umsókn um byggingarleyfi fyrir framlengingu þaks yfir bílskúr, Baldursbrekku 5 Húsavík

Málsnúmer 202508061Vakta málsnúmer

Henning Þór Aðalmundsson óskar byggingarleyfis fyrir framlengingu á þaki íbúðarhúss yfir bílskúr til að verja fyrir vatnstjóni. Fyrir liggja teikningar og undirritað samþykki nágranna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirliggjandi teikningar fullnægjandi og jafnframt að undirritað samþykki nágranna sé fullnægjandi sem grenndarkynning. Ráðið heimilar því byggingarfulltrúa að samþykkja erindið.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 14:45.