Fara í efni

Ráðhús á Raufarhöfn

Málsnúmer 202503114

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 215. fundur - 08.04.2025

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur að tillögu valnefndar samþykkt styrk að upphæð 8.000.000 kr úr C.1., sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða, vegna verkefnisins „Ráðhúsið á Raufarhöfn, atvinnu- og samfélagssetur“.

Með fundarboði fylgir minnisblað atvinnu- og samfélagsfulltrúa vegna verkefnisins.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til verkefnisins og mótframlags Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar styrknum og felur sviðsstjóra að forgangsraða framkvæmdum til samræmis við fjárveitingar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 224. fundur - 16.09.2025

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfærð kostnaðaráætlun vegna endurbóta á Aðalbraut 23, Raufarhöfn Styrkur að fjárhæð 8.000.000,- úr C.1. sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða vegna verkefnisins "Ráðhúsið á Raufarhöfn, atvinnu- og samfélagssetur". Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til kostnaðaráætlunarinnar og mótframlags sveitarfélagsins í verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða kostnaðaráætlun og mótframlag sveitarfélagsins í verkefninu.