Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu við Gunnubúð, Raufarhöfn

Málsnúmer 202508037

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 223. fundur - 26.08.2025

Reynir Þorsteinsson, f.h. Gunnubúðar ehf, óskar leyfis til að byggja 22 m² sólstofu við Gunnubúð að Aðalbraut 35. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af sólstofunni. Fyrir liggur samþykki meðeiganda í húsinu og nágranna að Aðalbraut 32 og Aðalbraut 33A.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni þegar fyrir liggja samþykki eigenda Aðalbrautar 33, Aðalbrautar 36 og Aðalbrautar 37 og fullnægjandi hönnunargögn.