Athugasemd frá Hagsmunasamtökum barna á Húsavík vegna bílastæða við Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202508053
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 223. fundur - 26.08.2025
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur athugasemd frá Hagsmunasamtökum barna á Húsavík vegna bílastæðamála við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir athugasemdina og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka út merkingar um gjaldfrjáls bílastæði við Borgarhólsskóla, sem og að eiga samtal við skólastjórnendur um bílastæðamál við skólann til framtíðar.