Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi vegna Mjölhússins á Raufarhöfn.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar erindi frá óstofnuðu félagi, Mjölhúsið ehf., að Norðurþing afsali sér byggingunni til félagsins og leggi félaginu til það fjármagn sem áætlað hefur verið til niðurrifs, eða um 20 - 25 milljónir króna. Samningur við Hringrás um niðurrif Mjölhússins hefur legið fyrir síðan 19. júní sbr. fundargerð sveitarstjórnar (málsnr. 202505055) sama dag. Þykir erindið koma of seint þar sem verið er að ráðast í framkvæmdir á næstunni.
Birna Björnsdóttir situr hjá.