Fara í efni

Umsókn um rannsóknarleyfi

Málsnúmer 202509134

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 225. fundur - 30.09.2025

Steypustöðin ehf. og Solstice Materials ehf. óska eftir leyfi til rannsókna á móbergsefni í Grístatungufjöllum ofan Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir leyfi til handa Steypustöðinni ehf. og Solstice Material ehf. til rannsókna á móbergi í Grísatungufjöllum skv. þeirri lýsingu sem fram kemur í erindi. Athuganir utan lands í eigu Norðurþings eru háðar samþykki viðkomandi landeigenda. Samþykki ráðsins er gert með þeim fyrirvara að athuganir verði unnar í fullu samráði við skipulagsfulltrúa Norðurþings og að frágangur athugunarstaða í verklok verði með þeim hætti að varanleg ummerki verði óveruleg. Sérstaklega verði horft til þess við val á framkvæmdastöðum og tímasetningum að athuganir trufli ekki fuglalíf á varptíma. Leyfi til rannsókna gildir út árið 2026.