Umsókn um byggingarleyfi fyrir framlengingu á þaki við Miðgarð 1, Húsavík
Málsnúmer 202509089
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 225. fundur - 30.09.2025
Daníel Borgþórsson og Hrefna Regína Gunnarsdóttir óska heimildar til að framlengja þak Miðgarðs 1 og loka tröppupalli á suðvesturhlið hússins. Við það stækkar húsið um 7,7 m². Fyrir liggur teikning sem sýnir fyrirhugaða breytingu og skriflegt samþykki nágranna að Miðgarði 3, Ketilsbraut 20 og Garðarsbraut 21.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.