Fara í efni

Íþróttavika Evrópu - Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 202506050

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 221. fundur - 24.06.2025

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir til kynningar verkefnið Íþróttavika Evrópu.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að kanna áhuga íþróttafélaga í sveitarfélaginu að taka þátt í verkefninu.

Fjölskylduráð - 222. fundur - 12.08.2025

Verkefnastjóri fór yfir áhuga sem hefur verið kannaður til þátttöku í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að taka þurfi ákvörðun um hvort sveitarfélagið ætli að taka þátt í verkefninu.
Þar sem mikill áhugi er meðal íþróttafélaga- og hópa að taka þátt í Íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september nk. samþykkir fjölskylduráð að sækja um styrk fyrir verkefninu.

Fjölskylduráð - 225. fundur - 23.09.2025

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir ósk um að veita samþykki fyrir því að frítt sé í Sundlaugina á Húsavík og Raufarhöfn dagana 23.9.2025-30.9.2025 í tengslum við Íþróttaviku Evrópu.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugum í íþróttaviku.