Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Drög að fundadagskrá fjölskylduráðs veturinn 2025 - 2026
Málsnúmer 202508014Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að fundadagskrá fjölskylduráðs veturinn 2025 - 2026.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fundaáætlun fjölskylduráðs.
2.Tilnefningar áheyrnarfulltrúa í fjölskylduráð vegna skólamála
Málsnúmer 202508016Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tilnefningar áheyrnarfulltrúa í fjölskylduráð vegna skólamála.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að kalla eftir áheyrnarfulltrúum skólastjóra, kennara og foreldra frá öllum skólum sveitarfélagsins.
3.Matsferill - reglubundin vöktun námsframvindu.
Málsnúmer 202506072Vakta málsnúmer
Breyting á lögum um grunnskóla er lögð fram til kynningar.
Matsferill, sem inniheldur ný samræmd próf, verður innleiddur sem nýtt námsmat í grunnskólum landsins á komandi skólaári.
Matsferill, sem inniheldur ný samræmd próf, verður innleiddur sem nýtt námsmat í grunnskólum landsins á komandi skólaári.
Lagt fram til kynningar.
4.Næstu aðgerðir í innleiðingu menntastefnu
Málsnúmer 202508011Vakta málsnúmer
Önnur aðgerðaáætlun menntastefnu stjórnvalda fyrir árin 2025-2027 er lögð fram til kynningar. Aðgerðaáætlunin markar annan áfanga af þremur í innleiðingu menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 og tekur mið af áherslum nýrrar ríkisstjórnar. Aðgerðunum er ætlað að bregðast við stöðunni í menntakerfinu meðal annars út frá niðurstöðum PISA, skýrslum OECD, Norrænu QUINT-rannsókninni, íslensku æskulýðsrannsókninni og annarra nýlegra rannsókna.
Menntastefnan leggur línurnar í menntaumbótum til ársins 2030 með það að markmiði að stuðla að framúrskarandi menntun alla ævi. Þingsályktun um menntastefnu 2021?2030 var samþykkt á Alþingi 24. mars 2021 og hófst innleiðing með fyrstu aðgerðaáætlun menntastefnu sem tók til tímabilsins 2021?2024.
Menntastefnan leggur línurnar í menntaumbótum til ársins 2030 með það að markmiði að stuðla að framúrskarandi menntun alla ævi. Þingsályktun um menntastefnu 2021?2030 var samþykkt á Alþingi 24. mars 2021 og hófst innleiðing með fyrstu aðgerðaáætlun menntastefnu sem tók til tímabilsins 2021?2024.
Lagt fram til kynningar.
5.Ályktun aðalfundar SUM - Samtaka um áhrif umhverfis á heilsu 2025
Málsnúmer 202507005Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur ályktun frá SUM - Samtökum um áhrif umhverfis á heilsu. Ályktuninni er beint að úrræðum vegna leigu félagslegs húsnæðis, þá sérstaklega þjónustu og leigu húsnæðis til hópa samfélagsins með fölbreyttar þarfir.
Lagt fram til kynningar
6.Trúnaðarmál
Málsnúmer 202507031Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Bókun færð í trúnaðarmálabók.
7.Eflum skátastarf á landsbyggðinni
Málsnúmer 202506089Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja upplýsingar frá heimsókn Bandalags íslenskra skáta til Norðurþings, kynning og bæklingar um starfsemi skátanna, þróun og vöxt skátastarfs á landsbyggðinni og möguleika á samstarfi við sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.
8.Íþróttavika Evrópu - Heilsueflandi samfélag
Málsnúmer 202506050Vakta málsnúmer
Verkefnastjóri fór yfir áhuga sem hefur verið kannaður til þátttöku í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að taka þurfi ákvörðun um hvort sveitarfélagið ætli að taka þátt í verkefninu.
Þar sem mikill áhugi er meðal íþróttafélaga- og hópa að taka þátt í Íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september nk. samþykkir fjölskylduráð að sækja um styrk fyrir verkefninu.
9.Hausttúr BMX brós - ósk um þátttöku
Málsnúmer 202508015Vakta málsnúmer
BMX-brós óska eftir að Norðurþing taki þátt í hausttúr þeirra sem skipulagður er í október.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að taka þátt í hausttúr BMX-brós í október nk.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Tinna Ósk Óskarsdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir lið 6.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn undir lið 7.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 7-9.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Jónas Þór Viðarsson sátu fundinn í fjarfundi.