Fjölskylduráð
Dagskrá
Fundargerð ritaði Jón Höskuldsson, sviðsstjóri velferðarsviðs.
1.Íþróttavika Evrópu - Heilsueflandi samfélag
Málsnúmer 202506050Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir ósk um að veita samþykki fyrir því að frítt sé í Sundlaugina á Húsavík og Raufarhöfn dagana 23.9.2025-30.9.2025 í tengslum við Íþróttaviku Evrópu.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugum í íþróttaviku.
2.Öxarfjarðarskóli - Heimsókn fjölskylduráðs Norðurþings
Málsnúmer 202509091Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heimsækir Öxarfjarðarskóla og kynnir sér starfsemi skólans.
Fjölskylduráð heimsótti Öxarfjarðarskóla og kynnti sér starfsemi skólans. Ráðið þakkar fyrir góðar móttökur.
3.Endurskoðun greinasviða Aðalnámskrár grunnskóla
Málsnúmer 202503068Vakta málsnúmer
Skólastjórar Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar upplýsa ráðið um innleiðingu breytinga á aðalnámskrá og hvernig skólunum gengur að tileinka sér einfölduð og skýrari hæfniviðmið.
Innleiðing breytinga á aðalnámskrá gengur vel í Öxarfjarðarskóla. Vinna við innleiðingu mun standa yfir á þessu skólaári.
Nýr skólastjóri og kennari hófu störf við Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2024-2025 og fóru strax að vinna samkvæmt breytingum á aðalnámskrá og munu gera það áfram á þessu skólaári.
Nýr skólastjóri og kennari hófu störf við Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2024-2025 og fóru strax að vinna samkvæmt breytingum á aðalnámskrá og munu gera það áfram á þessu skólaári.
4.Öxarfjarðarskóli - Skýrsla um innra mat 2024-2025.
Málsnúmer 202505066Vakta málsnúmer
Skólastjóri kynnir umbótaáætlun vetrarins vegna niðurstaðna innra mats
Lagt fram til kynningar.
5.Gamli Lundur - Aðstaða fyrir frístund í Öxarfjarðarskóla.
Málsnúmer 202506052Vakta málsnúmer
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um erindi skólastjóra vegna aðstöðu fyrir frístund í Öxarfjarðarskóla.
Skólastjóri lagði fram greinargerð varðandi nýtingu á Gamla Lundi undir frístund. Ráðið mun skoða úrræði varðandi frístund og félagsmiðstöð samhliða uppbyggingu sundlaugar í Lundi.
6.Grunnskóli Raufarhafnar - Heimsókn fjölskylduráðs Norðurþings
Málsnúmer 202509092Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heimsækir Grunnskóla Raufarhafnar og kynnir sér starfsemi skólans.
Fjölskylduráð heimsótti Grunnskóla Raufarhafnar og kynnti sér starfsemi skólans. Ráðið þakkar fyrir góðar móttökur.
7.Grunnskóli Raufarhafnar - Skýrsla um innra mat 2024-2025.
Málsnúmer 202505065Vakta málsnúmer
Skólastjóri kynnir umbótaáætlun vetrarins vegna niðurstaðna innra mats
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:20.