Fara í efni

Endurskoðun greinasviða Aðalnámskrár grunnskóla

Málsnúmer 202503068

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 213. fundur - 25.03.2025

Endurskoðun greinasviða Aðalnámskrár grunnskóla er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 225. fundur - 23.09.2025

Skólastjórar Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar upplýsa ráðið um innleiðingu breytinga á aðalnámskrá og hvernig skólunum gengur að tileinka sér einfölduð og skýrari hæfniviðmið.
Innleiðing breytinga á aðalnámskrá gengur vel í Öxarfjarðarskóla. Vinna við innleiðingu mun standa yfir á þessu skólaári.

Nýr skólastjóri og kennari hófu störf við Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2024-2025 og fóru strax að vinna samkvæmt breytingum á aðalnámskrá og munu gera það áfram á þessu skólaári.

Fjölskylduráð - 226. fundur - 07.10.2025

Skólastjóri upplýsir ráðið um innleiðingu breytinga á aðalnámskrá og hvernig skólanum gengur að tileinka sér einfölduð og skýrari hæfniviðmið.
Innleiðing breytinga á aðalnámskrá gengur vel í Borgarhólsskóla. Vinna við innleiðingu mun standa yfir á þessu skólaári.