Fara í efni

Fjölskylduráð

226. fundur 07. október 2025 kl. 08:15 - 12:00 í Borgarhólsskóla
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, skólastjóri Leikskólans Grænuvalla og Helga Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri, sátu fundinn undir liðum 2-5.

Guðni Bragason, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur, sat fundinn undir lið 6.

Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, og Guðmundur Friðbjarnarson, fulltrúi foreldra, sátu fundinn undir liðum 7-11.

Dagný Þóra Gylfadóttir, yfirmatráður í Skólamötuneyti Húsavíkur, og Jón Ásþór Sigurðsson, matráður, sátu fundinn undið lið 12.

1.Umsókn um samstarfs- og nýsköpunarstyrk, barna- og menningarmálaráðuneytisins til íslenskunáms innflytjenda

Málsnúmer 202509116Vakta málsnúmer

Þekkingarnet Þingeyinga óskar eftir formlegu samstarfi við Norðurþing vegna umsóknar um styrk til barna- og menntamálaráðuneytisins vegna íslenskukennslu innflytjenda.
Fjölskylduráð samþykkir samstarf við Þekkingarnet Þingeyinga vegna umsóknar um styrk til barna- og menntamálaráðuneytisins vegna íslenskukennslu innflytjenda.

2.Leikskólinn Grænuvellir - Heimsókn fjölskylduráðs Norðurþings

Málsnúmer 202510003Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir Leikskólann Grænuvelli og kynnir sér starfsemi skólans.
Fjölskylduráð heimsótti Leikskólann Grænuvelli og kynnti sér starfsemi skólans. Ráðið þakkar fyrir góðar móttökur.

3.Starfsmannkönnun Grænuvalla 2025

Málsnúmer 202504072Vakta málsnúmer

Skólastjóri kynnir umbótaáætlun vegna starfsmannakönnunar Grænuvalla 2025.
Skólastjóri kynnti umbótaáætlun vegna starfsmannakönnunar Grænuvalla 2025.

4.Betri leikskóli

Málsnúmer 202410009Vakta málsnúmer

Skólastjóri upplýsir um vistun á sérskráningardögum og breytingu á vistunartíma í kjölfar lækkunar á vistunargjöldum fyrir 6 tíma vistun.
Lagt fram til kynningar.

5.Grænuvellir - Skýrsla um innra mat 2024-2025.

Málsnúmer 202505068Vakta málsnúmer

Skólastjóri kynnir umbótaáætlun vetrarins vegna niðurstaðna innra mats.
Skólastjóri kynnti umbótaáætlun vegna niðurstaðna innra mats.

6.Tónlistarskóli Húsavíkur - Heimsókn fjölskylduráðs Norðurþings

Málsnúmer 202510002Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir Tónlistarskóla Húsavíkur og kynnir sér starfsemi skólans.
Fjölskylduráð heimsótti Tónlistarskóla Húsavíkur og kynnti sér starfsemi skólans. Ráðið þakkar fyrir góðar móttökur.

7.Borgarhólsskóli - Heimsókn fjölskylduráðs Norðurþings

Málsnúmer 202510001Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir Borgarhólsskóla og kynnir sér starfsemi skólans.
Fjölskylduráð heimsótti Borgarhólsskóla og kynnti sér starfsemi skólans. Ráðið þakkar fyrir góðar móttökur.

8.Starfsmannakönnun Borgarhólsskóla 2025

Málsnúmer 202504082Vakta málsnúmer

Skólastjóri kynnir umbótaáætlun vetrarins vegna starfsmannakönnunar Borgarhólsskóla 2025.
Skólastjóri kynnti umbótaáætlun vetrarins vegna starfsmannakönnunar í Borgarhólsskóla 2025.

9.Foreldrakönnun grunnskóla 2025

Málsnúmer 202503102Vakta málsnúmer

Skólastjóri kynnir umbótaáætlun vetrarins vegna foreldrakönnunar grunnskóla 2025.
Skólastjóri kynnti umbótaáætlun vetrarins vegna foreldrakönnunar í Borgarhólsskóla 2025.

10.Endurskoðun greinasviða Aðalnámskrár grunnskóla

Málsnúmer 202503068Vakta málsnúmer

Skólastjóri upplýsir ráðið um innleiðingu breytinga á aðalnámskrá og hvernig skólanum gengur að tileinka sér einfölduð og skýrari hæfniviðmið.
Innleiðing breytinga á aðalnámskrá gengur vel í Borgarhólsskóla. Vinna við innleiðingu mun standa yfir á þessu skólaári.

11.Borgarhólsskóli - Skýrsla um innra mat 2024-2025.

Málsnúmer 202505067Vakta málsnúmer

Skólastjóri kynnir umbótaáætlun vetrarins vegna niðurstaðna innra mats.
Skólastjóri kynnti umbótaáætlun vetrarins vegna niðurstaðna innra mats.

12.Skólamötuneyti Húsavíkur

Málsnúmer 202510004Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir skólamötuneyti Húsavíkur og kynnir sér starfsemi þess.
Fjölskylduráð heimsótti skólamötuneyti Húsavíkur og kynnti sér starfsemi þess. Ráðið þakkar fyrir góðar móttökur.

Fundi slitið - kl. 12:00.