Fara í efni

Umsókn til fjölskylduráðs Norðurþings

Málsnúmer 202503077

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 213. fundur - 25.03.2025

Fjölskylduráði hefur borist umsókn um samstarf við skákfélagið Goðann til eflingar á skákkennslu í Borgarhólsskóla, aðstöðu fyrir félagið og rekstrarstyrk.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur verkefnastjóra á velferðarsviði að eiga frekara samtal við skákfélagið Goðann og stjórnendur Borgarhólsskóla um mögulega útfærslu á samstarfi.

Fjölskylduráð - 221. fundur - 24.06.2025

Fyrir fjölskylduráði liggja fyrir drög að samningi við Skákfélagið Goðann.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög við Skákfélagið Goðann og felur verkefnastjóra á velferðarsviði að ganga frá samningum.