Fara í efni

Skólaakstur 2021-2025 - Samningur

Málsnúmer 202106129

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 122. fundur - 05.07.2022

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Kristins Rúnars Tryggvasonar, annars vegar um framlengingu á samningi um skólaakstur á leið 4, Raufarhöfn - Öxarfjarðarskóli og hins vegar um hækkun á aksturstaxta vegna fjölgunar nemenda á leið 1, Lón - Öxarfjarðarskóli.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að ganga til samninga um framlengingu á skólaakstri á leið 4.

Fjölskylduráð samþykkir, samkvæmt grein 1.7.4.1 í útboðslýsingu sveitarfélagsins á skólaakstri árið 2021, framlagða hækkun á aksturstaxta á leið 1 vegna verulegra frávika á áætluðum fjölda nemenda á leiðinni og stækkunar á skólabíl þess vegna.

Fjölskylduráð - 123. fundur - 09.08.2022

Lagt er fram til kynningar samkomulag um framlengingu á samningi um skólaakstur á leið 4, Raufarhöfn - Öxarfjarðarskóli.
Lagt fram til kynningar.