Fara í efni

Afrekssjóður Norðurþings

Málsnúmer 201404030

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 29. fundur - 10.04.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir reglugerð Afreks- og viðurkenningarsjóðs Norðurþings. Ljóst að uppfæra þarf reglugerðina. Nefndin frestar málinu til næsta fundar.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 33. fundur - 02.09.2014

Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að gerðar verði orðalagsbreytingar í texta reglugerðar um Afrekssjóð Norðurþings. Reglur sjóðsins haldast óbreyttar.Fella skal niður 5.lið í 9.grein er fjallar um sérákvæði vegna umsókna: "Ekki verður tekið við umsóknum vegna ferða/keppni sem þegar hafi farið fram".Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir styrkumsóknum í Afrekssjóðinn í september.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 44. fundur - 21.09.2015

Afrekssjóður Norðurþings er sjóður sem auglýstur er árlega. Nokkrar fyrirspurnir hafa þegar komið en ekki er búið að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn á árinu 2015.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglum sjóðsins:

Í liðnum sérákvæði vegna umsóknar verði felld út málsgreinin:
" Dagsett umsókn verður að berast til Tómstunda- og æskulýðsnefndar fyrir viðkomandi ferð. "

Í staðinn komi: "Styrkhæfir eru þeir viðburðir og/eða ferðir sem fram hafa farið á almanaksárinu. "

Með fyrirvara um samþykkt á reglubreytingum sjóðsins í bæjarstjórn gerir Tómstunda- og æskulýðsnefnd ráð fyrir að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn og afgreiða á næsta fundi nefndarinnar í október. Nefndin felur Tómstunda-og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 45. fundur - 13.10.2015

Tómstunda og æskulýðsnefnd úthlutar úr afreks og viðurkenningarsjóði Norðurþings sem auglýstur var á síðasta fundi.