Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

44. fundur 21. september 2015 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2016 málaflokkur 06

Málsnúmer 201508056Vakta málsnúmer

Vinna vegna fjárhagsáætlunar 2016 er hafin. Tala fyrir sviðið er 196 milljónir eða tæplega 10 milljónum hærri en í fyrra.
Staða sviðsins er nokkurn vegin í jafnvægi fyrir árið 2015.





Tómstunda og æskulýðsnefnd óskar eftir rýmri fjárhagsramma fyrir árið 2016 til að geta veitt þá þjónustu sem gerð er krafa um.

2.Heilsuárið 2015

Málsnúmer 201409041Vakta málsnúmer

Move Week vikuna 21-27 september.
Erna Björnsdóttir verkefnisstjóri Heilsuársins 2015 hefur unnið að þátttöku Norðurþings í verkefninu "Move Week". "Move Week" eða hreyfivika er alþjóðlegt verkefni sem UMFÍ heldur utan um hér á landi. Dagskrá "Move Week" hefur verið auglýst í skránni og á heimasíðu Norðurþings. Lagt er til að Norðurþing veiti frítt í sund á Húsavík og á Raufarhöfn á meðan hreyfivikunni stendur og hýsi fjölskyldusamkomu move week, í íþróttahöllinni laugardaginn 26. september. Að öðru leyti fellur sá kostnaður sem til leggst á verkefnið "Heilsuárið 2015".
Nefndin ákveður að Norðurþing veiti frítt í sund á Húsavík og á Raufarhöfn á meðan hreyfivikunni stendur og hýsi fjölskyldusamkomu move week í íþróttahöllinni laugardaginn 26. september. Að öðru leyti fellur sá kostnaður sem til leggst á verkefnið "Heilsuárið 2015".

Að lokum vill Tómstunda og æskulýðsnefnd skora á bæjarstjórn Norðurþings að taka þátt í verkefninu með því að fara hópferð í sund að loknum bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 22.september og leggja þannig sitt af mörkum í sundkeppni sveitarfélaganna.

3.Sundlaug Raufarhafnar

Málsnúmer 201508055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Ásta Magnúsdóttir óskar eftir að Norðurþings setji upp Skatepark á Húsavík

Málsnúmer 201508081Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd hefur borist erindi um að Norðurþing komi upp aðstöðu fyrir hjólabrettafólk eða "Skatepark" í sveitarfélaginu.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Ástu fyrir erindið. Nefndin felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að kanna mögulegar staðsetningar og kostnað við uppbyggingu á slíku svæði.

5.Skíðamannvirki við Húsavík

Málsnúmer 201405034Vakta málsnúmer

Forsvarsmenn skíðagöngudeildar Völsungs komu á fund Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa og formanns tómstunda- og æskulýðsnefndar. Þar gerðu þeir grein fyrir sínum hugmyndum varðandi fyrirkomulag skíðagöngu í sveitarfélaginu og báru upp spurningar varðandi starfið í vetur.
Lagt fram til kynningar.

6.Afrekssjóður Norðurþings

Málsnúmer 201404030Vakta málsnúmer

Afrekssjóður Norðurþings er sjóður sem auglýstur er árlega. Nokkrar fyrirspurnir hafa þegar komið en ekki er búið að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn á árinu 2015.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglum sjóðsins:

Í liðnum sérákvæði vegna umsóknar verði felld út málsgreinin:
" Dagsett umsókn verður að berast til Tómstunda- og æskulýðsnefndar fyrir viðkomandi ferð. "

Í staðinn komi: "Styrkhæfir eru þeir viðburðir og/eða ferðir sem fram hafa farið á almanaksárinu. "

Með fyrirvara um samþykkt á reglubreytingum sjóðsins í bæjarstjórn gerir Tómstunda- og æskulýðsnefnd ráð fyrir að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn og afgreiða á næsta fundi nefndarinnar í október. Nefndin felur Tómstunda-og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn.

7.Agnar Daði Kristjánsson, umsókn í afreks- og viðurkenningarsjóð

Málsnúmer 201506043Vakta málsnúmer

Nefndin hafnar umsókninni eins og hún liggur fyrir en bendir umsækjanda á að sækja um í afreks og viðurkenningarsjóð á þar til gerðu eyðublaði.

8.Sigurður Unnar Hauksson sækir um styrk í afreks- og viðurkenningarsjóð

Málsnúmer 201508093Vakta málsnúmer

Nefndin hafnar umsókninni eins og hún liggur fyrir en bendir umsækjanda á að sækja um í afreks og viðurkenningarsjóð á þar til gerðu eyðublaði.

9.Frístundaheimili

Málsnúmer 201405035Vakta málsnúmer

Frístundarheimilið Tún hefur verið opið frá því 17.ágúst síðastliðinn. Starfsmenn eru fjórir talsins og eru í 50% starfi. Lagt er upp með að hafa starfið eins vel skipulagt og kostur er. Framkvæmdir hafa staðið yfir í húsinu með það fyrir augum að minnka það rými sem er til umráða fyrir frístundarheimilið. Nú er félagsmiðstöðin og frístundarheimilið aðskilið og notast við sitt hvorn innganginn.
Tómstunda og æskulýðsnefnd er ánægð með starfið í frístundarheimilinu Túni það sem af er þessa skólaárs. Nefndin gerir sér grein fyrir því að mögulega þurfi að bæta við starfsfólki ef fjöldi barna eykst.

Fundi slitið - kl. 17:30.