Fara í efni

Heilsuárið 2015

Málsnúmer 201409041

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 34. fundur - 14.10.2014

Jóhanna Kristjánsdóttir kynnti verkefnið og framvindu þess fyrir nefndinni.Töluverð hugmyndavinna er búin að eiga sér stað.Lögð áhersla á það að mörkuð verði heilsustefna í sveitarfélaginu.Margt spennandi er á döfinni.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur alla áherslu á að verkefninu verði fylgt eftir og haldið vel utan um það.

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 43. fundur - 05.11.2014

Nefndin rkynnti sér málefnið og mun leitast við að styðja við starf nefndarinnar eins og við á.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 122. fundur - 18.11.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf frá vinnuhópi um lýðheilsutengd verkefni dags. 15. október s.l. Þar er óskað eftir að nefndir Norðurþings ræði lýðheilsumál og komi fram með hugmyndir er gætu nýst í þeirri vinnu sem snýr að því að efla lýðheilsu innan sveitarfélagsins Norðurþings.Nefndin kynnti sér málefnið og mun styðja við starf vinnuhópsins eftir því sem tök eru á.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 46. fundur - 03.12.2014

Skipaður var hópur nú í haust með það hlutverk að koma af stað lýðheilsutengdum verkefnum innan sveitarfélagsins Norðurþings.
Borist hefur erindi frá hópnum þar sem óskað er eftir að nefndir ræði lýðheilsumál og komi með áherslupunkta sem gætu tengst lýðheilsuverkefnum innan sveitarfélagsins.

Framkvæmda- og harfnanefnd tekur jákvætt í erindið og mun horfa til þess við snjómokstur yfir vetrartímann. Jafnframt má geta þess að unnið hefur verið kerfisbundið að gerð göngustíga innan sveitarfélagsins. Hvíldarbekkir hafa verið settir niður á helstu gönguleiðum í samstarfi við aðra aðila.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 39. fundur - 10.02.2015

Jóhanna Kristjánsdóttir sagði frá síðasta fundi nefndar um Heilsuárið 2015. Áhugi er fyrir því að fá aðila til að halda utan um verkefnið. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að formaður nefndarinnar fái það hlutverk að fylgja verkefninu eftir.
Nefndin óskar eftir því að Héðinn S. Björnsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis, verði fenginn til að kynna Heilsueflandi samfélag og málefni því tengt fyrir nefndinni. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 44. fundur - 21.09.2015

Move Week vikuna 21-27 september.
Erna Björnsdóttir verkefnisstjóri Heilsuársins 2015 hefur unnið að þátttöku Norðurþings í verkefninu "Move Week". "Move Week" eða hreyfivika er alþjóðlegt verkefni sem UMFÍ heldur utan um hér á landi. Dagskrá "Move Week" hefur verið auglýst í skránni og á heimasíðu Norðurþings. Lagt er til að Norðurþing veiti frítt í sund á Húsavík og á Raufarhöfn á meðan hreyfivikunni stendur og hýsi fjölskyldusamkomu move week, í íþróttahöllinni laugardaginn 26. september. Að öðru leyti fellur sá kostnaður sem til leggst á verkefnið "Heilsuárið 2015".
Nefndin ákveður að Norðurþing veiti frítt í sund á Húsavík og á Raufarhöfn á meðan hreyfivikunni stendur og hýsi fjölskyldusamkomu move week í íþróttahöllinni laugardaginn 26. september. Að öðru leyti fellur sá kostnaður sem til leggst á verkefnið "Heilsuárið 2015".

Að lokum vill Tómstunda og æskulýðsnefnd skora á bæjarstjórn Norðurþings að taka þátt í verkefninu með því að fara hópferð í sund að loknum bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 22.september og leggja þannig sitt af mörkum í sundkeppni sveitarfélaganna.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 47. fundur - 13.01.2016

Uppgjör á Heilsuárinu 2015
Formanni nefndar og tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að klára framvinduskýrslu verkefnisins.