Fara í efni

Ályktun stjórnar Heimilis og skóla

Málsnúmer 201509108

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 45. fundur - 13.10.2015

Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir erindið. Mikilvægt er að á leikvöllum og íþróttasvæðum séu ekki heilsuspillandi efni.

Nefndin hefur kannað hvernig gúmmíkurl er á völlum Norðurþings.
Samkvæmt Sigurði Einarssyni hjá Sporttæki ehf sem sá um lagningu á gervigrasi á Húsavíkurvelli er sá völlur með Evrópuvottun sem gildir á leiksvæðum barna utanhúss.
Jafnframt hefur völlurinn nýlega hlotið FIFA 2STAR vottun sem þýðir að hann er í hæsta gæðaflokki.

Kanna þarf nánar gúmmíkurl á völlum við grunnskóla Norðurþings og felur tómstunda og æskulýðsfulltrúa að fylgja málinu eftir.