Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

38. fundur 13. janúar 2015 kl. 14:30 - 16:15 á Kópaskeri
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201409109Vakta málsnúmer

Til umræðu opnunartímar Sundlaugar Húsavíkur
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að breyttur opnunartími verði á vetraropnun Sundlaugar Húsavíkur frá og með 1.september 2015. Opnunartímar verða auglýstir síðar.

2.Samningamál íþróttafélaga

Málsnúmer 201401057Vakta málsnúmer

Fyrir Tómstunda- og æskulýðsnefnd liggja samningsdrög að samningum sveitarfélagsins við Skákfélagið Huginn, Golfklúbb Húsavíkur og Íþróttafélagið Völsung.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Skákfélagið Huginn.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Golfklúbb Húsavíkur með fyrirvara um að aðrir hlutaðeigandi aðilar af hálfu sveitarfélagsins samþykki samninginn fyrir sitt leiti.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Íþróttafélagið Völsung.

3.Álaborg, boð á ungmennaleikana 2015

Málsnúmer 201410095Vakta málsnúmer

Álaborgarleikar verða haldnir í Álaborg dagana 30.júlí - 4.ágúst 2015.
Ungmenni úr Norðurþingi hafa átt þess kost að sækja leikana.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að styrkja blakstúlkur og handboltadrengi til fararinnar.

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa er falið að útfæra ferðina og vera í samstarfi við Íþróttafélagið Völsung vegna málsins.
Nefndarmenn fóru í heimsókn í starfsstöðvar íþrótta- og æskulýðssvið á Raufarhöfn, á Kópaskeri og í Lundi

Fundi slitið - kl. 16:15.