Fara í efni

Ærslabelgir - Leikvellir Norðurþings

Málsnúmer 201806062

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 2. fundur - 02.07.2018

Benóný Valur Jakobsson, Berglind Hauksdóttir og Helena Eydís Ingólfsdóttir leggja til að keyptir verði tveir ærslabelgir.
Fjölskylduráð leggur til að keyptir verði tveir 100 m2 ærslabelgir í Norðurþing og settir á lóð Borgarhólsskóla og á Kópaskeri. Hverfisráði Öxarfjarðar falið að ákveða staðsetningu á Kópaskeri. Einnig er áhugi á því að kaupa þriðja ærslabelgin og staðsetja á Raufarhöfn á næsta ári og hverfisráði Raufarhafnar falið að ákveða staðsetningu. Málinu vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 3. fundur - 10.07.2018

Fjölskylduráð leggur til að keyptir verði tveir 100 m2 ærslabelgir í Norðurþing og settir á lóð Borgarhólsskóla og á Kópaskeri. Hverfisráði Öxarfjarðar falið að ákveða staðsetningu á Kópaskeri. Einnig er áhugi á því að kaupa þriðja ærslabelginn og staðsetja á Raufarhöfn á næsta ári og hverfisráði Raufarhafnar falið að ákveða staðsetningu. Málinu vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.

Skipulags- og framkvæmdaráð finnst ærslabelgir skemmtilegir og vísar málinu til framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2019.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 27. fundur - 26.03.2019

Ákveðið var í skipulags- og framkvæmdaráði að setja fjármagn í uppsetningu tveggja ærslabelgja við samþykkt framkvæmdaáætlunar 2019. Skoða þarf uppsetninguna með tilliti til allra þátta og hvort framkvæmdin standist alla staðla.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga úr skugga um hvernig ærslabelgir eru skilgreindir og hvaða reglur gilda um þá áður en þeir verða pantaðir. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leggja ofangreindar upplýsingar fyrir næsta fund ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019

Fyrir liggja niðurstöður skoðunar á því hvaða reglur gilda um uppsetningu og rekstur "ærslabelgja" m.t.t. eftirlitsskyldu rekstraraðila o.fl.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá kaupum og uppsetningu á tveimur ærslabelgjum, á Húsavík og á Kópaskeri.