Fjölskylduráð

2. fundur 02. júlí 2018 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir varamaður
  • Berglind Hauksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Hróðný Lund
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson sat fundinn undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 2. - 4.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 5. - 6.

1.Grunnskóli Raufarhafnar - Ráðning skólastjóra

201805244

Fræðslufulltrúi kynnir stöðu málsins.
Þar sem enn hefur ekki tekist að ráða í stöðu skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar fjallaði fjölskylduráðið um málið.
Fjölskyldráð felur fræðslufulltrúa að halda áfram vinnu við málið.

2.Ærslabelgir - Leikvellir Norðurþings

201806062

Benóný Valur Jakobsson, Berglind Hauksdóttir og Helena Eydís Ingólfsdóttir leggja til að keyptir verði tveir ærslabelgir.
Fjölskylduráð leggur til að keyptir verði tveir 100 m2 ærslabelgir í Norðurþing og settir á lóð Borgarhólsskóla og á Kópaskeri. Hverfisráði Öxarfjarðar falið að ákveða staðsetningu á Kópaskeri. Einnig er áhugi á því að kaupa þriðja ærslabelgin og staðsetja á Raufarhöfn á næsta ári og hverfisráði Raufarhafnar falið að ákveða staðsetningu. Málinu vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.

3.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2018

201709132

Á 255. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað undir 4 og 5 lið fundargerðar hverfisráðs Öxarfjarðar;

4. Sundlaugarsjóður
Í bókun hverfisráðs er óskað eftir afstöðu Norðurþings til Sundlaugar á Kópaskeri. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til umfjöllunar.
5. Málefni leikskóla
Málið er þegar til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Hvað varðar sundlaugarsjóð er málinu vísað til umræðu ráðsins um uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja sem stendur til í haust.
Málefni leikskóla er þegar til umræðu í fjölskylduráði.

4.Ársskýrsla & ársreikningur Völsungs 2017

201806237

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti ársskýrslu og ársreikning Völsungs.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fjallaði um ársskýrslu og ársreikning Völsungs.

5.Öldungaráð 2018

201806213

Ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga taka gildi þann 1. oktober nk. Meðal nýmæla er að öldungaráð taka við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Gert er ráð fyrir að öldungaráð starfi í hverju sveitarfélagi eða á grundvelli samvinnu milli sveitarfélaga.
Fjölskylduráð samþykkir tillögur félaga eldri borgara í öldungaráð Norðurþings.
Félagsmálastjóra falið að leita eftir tilnefningu frá HSN.

6.Staða félagsþjónustu 2018 með tilkomu nýrra laga.

201806238

Félgasmálastjóri fer yfir breytingar á lögum er varða félagsþjónustu og hvaða áhrif það hefur á félagsþjónustu Norðuþings
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir breytingum á lögum um er varða félagsþjónustu Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 15:00.