Fara í efni

Eignasjóður Norðurþings óskar eftir leyfi til að reisa grindverk umhverfis nýtt sundlaugarsvæði

Málsnúmer 201903094

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 27. fundur - 26.03.2019

Óskað er eftir leyfi til að reisa 2 m hátt grindverk utan um nýtt sundlaugarsvæði við Sundlaug Húsavíkur. Grindverkið verður í stíl við fyrirliggjandi grindverk. Meðfylgjandi erindi er grunnmynd af framkvæmdasvæði og ljósmyndir af núverandi grindverki.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að heimila uppbyggingu grindverksins.