Fara í efni

Ósk um uppskiptingu lóðar við Lýsishúsið á Raufarhöfn

Málsnúmer 201903025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 26. fundur - 12.03.2019

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir s.k. Lýsishús á Raufarhöfn. Fyrir liggur tillaga að afmörkun lóðar frá umhverfisstjóra, en ekki hefur unnist að skilgreina lóðarmörk í hnitum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkuð verði lóð undir Lýsishús til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Gerður verði lóðarsamningur þegar fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur.

Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir s.k. Lýsishús á Raufarhöfn. Fyrir liggur tillaga að afmörkun lóðar frá umhverfisstjóra, en ekki hefur unnist að skilgreina lóðarmörk í hnitum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkuð verði lóð undir Lýsishús til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Gerður verði lóðarsamningur þegar fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.