Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

26. fundur 12. mars 2019 kl. 13:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir lið 1-2
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir lið 1-2
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 3-13

1.Ósk um söluheimild Aðalbraut 18D, Raufarhöfn Lýsishús

Málsnúmer 201903028Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdasviðs óskar eftir söluheimild á Aðalbraut 18D, Raufarhöfn(Lýsishúsið)
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa eignina til sölu að undangengnu verðmati.

2.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut

Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilboð frá verktaka fyrir frágang í kringum vatnsrennibrautina. Nefndin þarf að taka afstöðu til tilboðsins áður en gengið verður til samninga við verktaka.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tilboðið og sömuleiðis að verkið verði sett inná framkvæmdaáætlun 2019.

Tillaga að úttekt
Í fjárhagsáætlun 2017 og í framkvæmdaáætlun fyrir sama ár var ákveðið að kaupa og setja upp rennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Verkinu er enn ekki lokið og ljóst að það mun fara langt fram úr áætlunum. Undirritaðir leggja til að verkið verði tekið út. Í úttekt skal miða við upphaf málsins þegar ákvörðun var tekin, til dagsins í dag. Niðurstöður verða lagðar fyrir nefndina til kynningar.
Virðingafyllst
Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Friðrik Sigurðsson

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.

3.Hoffell ehf. sækir um lóð að Lyngholti 42-52 á Húsavík.

Málsnúmer 201901074Vakta málsnúmer

Hoffell ehf. óskar eftir úthlutun lóðarinnar að Lyngholti 42-52 á Húsavík. Ráðið gerði tillögu að úthlutun lóðarinnar til Hoffells ehf. á fundi 5. febrúar s.l. en að ósk umsækjanda var úthlutun ekki fullnustuð á fundi sveitarstjórnar í febrúar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Hoffelli ehf. verði úthlutað lóðinni að Lyngholti 42-52.

4.Fljótsdalshérað auglýsir breytingu á aðalskipulagi vegna vatnsaflsvirkjunar í Geitdalsá á Fljótshéraði.

Málsnúmer 201903018Vakta málsnúmer

Fljótsdalshérað kynnir verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshérað 2008-2028 sem miðar að því að heimila allt að 10 MW vatnsaflsvirkjun í Geitdalsá.
Lagt fram til kynningar.

5.Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir samráði við Norðurþing um skipulagsmál við þjóðgarð

Málsnúmer 201903019Vakta málsnúmer

Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskar eftir formlegu samráði við Norðurþing um skipulagningu þjónustu í nágrenni þjóðgarðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir sig reiðubúið til samráðs við skipulagningu þjónustu í nágrenni þjóðgarðs.

6.Breyting á aðalskipulagi á Húsavíkurhöfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags á Húsavíkurhöfða í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu hótels á svæðinu. Breytingin felst m.a. í því að verslunar- og þjónustusvæði V4 stækkar úr 5,4 í 6,7 ha. Þjónustusvæðið stækkar að hluta inn á opið svæði norðan sjóbaða, en breytingin skerðir einnig íbúðarsvæði Í1 úr 21,0 ha í 20,5 ha.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Breyting á deiliskipulagi Húsavíkurhöfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgafa að breyttu deiliskipulagi á Húsavíkurhöfða þar sem gert er ráð fyrir allt að 200 herbergja hóteli utan við sjóböðin við Vitaslóð. Deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðurs frá gildandi deiliskipulagi og spannar nú 6,4 ha. Stækkunin felst að mestu í nýrri lóð undir fyrirhugaða hótelbyggingu. Skilgreindar eru kvaðir um uppbyggingu nýrrar hótellóðar.
Samhliða endurskoðun deiliskipulagsins er gerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 eins og fjallað var um hér að framan.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga. Kynning deiliskipulagstillögunnar fari fram samhliða kynningu breytinga á aðalskipulagi.

8.Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll

Málsnúmer 201811120Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur tillaga Arnhildar Pálmadóttur að deiliskipulagi þjónustusvæðis V3 við golfvöll á Húsavík vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar golfskála. Tillagan gengur fyrst og fremst út á að skilgreina lóð undir fyrirhugaða byggingu nýs golfskála og aðkomu að honum. Einnig er skilgreind lóð undir þjónustu sem tengst gæti starfsemi golfvallarins t.d. hótels. Við kynningu skipulagslýsingar kom fram athugasemd/ábending frá Minjaverði Norðurlands eystra um að fyrirliggjandi fornleifaskráning á svæðinu teldist ekki fullnægjandi á deiliskipulagsstigi. Því er horft til þess að skrá fornminjar á svæðinu þegar snjóa leysir í vor.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Norðlenska ehf. óskar eftir heimild til að gera tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð félagsins

Málsnúmer 201901119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá Mannviti að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis A5 við Kringlumýri. Skipulagstillagan miðar að því að heimila tvo gistiskála norðan við núverandi hús. Umræddir gistiskálar standa nú á stöðuleyfi, en vilji lóðarhafa stendur til að fá varanlegt leyfi fyrir gistiskálum á þessum stað.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að gera þurfi skýrari grein fyrir þakformi og heildstæðri klæðningu utan á gistiskálum í greinargerð. Horft verði til þess að gistiskálar verði klæddir snyrtilegri og samstæðri útveggjaklæðningu og að þök verði með risi. Mænishæð verði allt að 5,0 m yfir gólfi húsa. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Breyting á deiliskipulagi íbúðasvæðis Í5 á Húsavík

Málsnúmer 201902065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 til samræmis við umræður á síðasta fundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan eins og hún var lögð fram verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Stofnun lóðar undir Víðilund í Öxarfirði.

Málsnúmer 201903024Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri Norðurþings óskar eftir að stofnuð verði sjálfstæð lóð undir Víðilund í Öxarfirði og gerður lóðarleigusamningur um hana. Fyrir liggur tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að hnitsettri afmörkun 2.750 m² lóðar umhverfis húsið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkuð verði lóð undir Víðilund til samræmis við fyrirliggjandi tillögu.

12.Ósk um uppskiptingu lóðar við Lýsishúsið á Raufarhöfn

Málsnúmer 201903025Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir s.k. Lýsishús á Raufarhöfn. Fyrir liggur tillaga að afmörkun lóðar frá umhverfisstjóra, en ekki hefur unnist að skilgreina lóðarmörk í hnitum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkuð verði lóð undir Lýsishús til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Gerður verði lóðarsamningur þegar fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur.

13.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Bjarnastaði

Málsnúmer 201903026Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki III í gistiskála við Bjarnastaði í Öxarfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

Fundi slitið - kl. 14:45.