Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 28. fundur - 08.05.2018

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir mætti til fundarins og kynnti tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels á Húsavíkurhöfða.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 81. fundur - 15.05.2018

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingar aðalskipulags og deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar á Húsavíkurhöfða. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun, Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

1) Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna, en veltir upp möguleikum á að samtvinna inn í breytingu á aðalskipulagi nýjum efnistökusvæðum og mögulegum vegtengingum frá Þjóðvegi 85 að tjaldsvæði á Húsavík.

2) Minjastofnun gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.

3) Skipulagsstofnun telur ekki tilefni til að gefa umsögn um efni fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á þessu stigi.

4) Heilbrigðiseftirlit gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir. Ráðið telur ekki heppilegt að samtvinna óskildar breytingar aðalskipulags inn í breytingu vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar. Ráðið felur skipulagsráðgjafa að vinna tillögu að aðalskipulagsbreytingu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 20. fundur - 15.01.2019

Nú liggur fyrir frumhugmynd að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar hóteluppbyggingar á Húsavíkurhöfða.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna fyrirliggjandi hugmyndir að breytingu aðalskipulags skv. ákvæðum 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 26. fundur - 12.03.2019

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags á Húsavíkurhöfða í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu hótels á svæðinu. Breytingin felst m.a. í því að verslunar- og þjónustusvæði V4 stækkar úr 5,4 í 6,7 ha. Þjónustusvæðið stækkar að hluta inn á opið svæði norðan sjóbaða, en breytingin skerðir einnig íbúðarsvæði Í1 úr 21,0 ha í 20,5 ha.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags á Húsavíkurhöfða í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu hótels á svæðinu. Breytingin felst m.a. í því að verslunar- og þjónustusvæði V4 stækkar úr 5,4 í 6,7 ha. Þjónustusvæðið stækkar að hluta inn á opið svæði norðan sjóbaða, en breytingin skerðir einnig íbúðarsvæði Í1 úr 21,0 ha í 20,5 ha.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða að aðalskipulag verði kynnt.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 36. fundur - 25.06.2019

Á fundi sveitarstjórnar 19. mars s.l. samþykkti sveitarstjórn Norðurþings að kynna tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna fyrirhugaðrar hótellóðar við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða. Með bréfi dags. 14. maí 2019 heimilaði Skipulagsstofnun auglýsingu tillögunnar að því tilskyldu að hún yrði lagfærð í tilteknum atriðum. Nú hefur skipulagsráðgjafi lagfært skipulagstillöguna til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum.

Byggðarráð Norðurþings - 294. fundur - 27.06.2019

Á fundi sveitarstjórnar 19. mars s.l. samþykkti sveitarstjórn Norðurþings að kynna tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna fyrirhugaðrar hótellóðar við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða. Með bréfi dags. 14. maí 2019 heimilaði Skipulagsstofnun auglýsingu tillögunnar að því tilskyldu að hún yrði lagfærð í tilteknum atriðum. Nú hefur skipulagsráðgjafi lagfært skipulagstillöguna til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa skipulagstillöguna skv. tillögu Skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar á Húsavíkurhöfða.

Umsagnir og athugasemdir bárust frá:Umhverfisstofnun (UST), Náttúrufræðistofnun (NÍ), Veðurstofu Íslands (VÍ), Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE).
1) UST bendir á að strandsvæðið er á tillögu NÍ að framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár. NÍ leggur þar til að fjörum og grunnsævi verði ekki raskað. UST telur mikilvægt að allar byggingar falli eins vel að umhverfi og kostur er. UST bendir á að nálægð við iðnaðarsvæði á Bakka og hafnarsvæði Húsavíkur geti haft áhrif á loftgæði og hljóðvist á hótellóð og telur mikilvægt að skoða þá þætti við skipulagsvinnuna. Loks minnir UST á ákvæði skipulagareglugerðar um aðgengi almennings að vötnum og sjó.
2) NÍ metur það sem svo að fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu hótels séu ekki líklegar til að hafa verulega neikvæð áhrif á mikilvæg fuglasvæði og/eða fugl í bjarginu en þó verði að framkvæmda með aðgát til að lágmarka rask. NÍ minnir á ákvæði skipulagsreglugerðar um aðgengi almennings að vötnum og sjó og jarðskjálftahættu við Húsavík.
3) VÍ bendir á að hönnunarhröðun vegna jarðskjálfta er rangt skilgreind í greinargerð og leggur jafnframt til að felld verði inn í greinargerð skipulagsins setning um að við hönnun mannvirkja verði sérstaklega tekið tillit til nærsviðsáhrifa í sterkum jarðskjálftum.
4) Vegagerðin gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu en ítrekar umsögn sína við skipulagslýsingu.
5) Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna en minnir á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar.
6) HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytingu.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gera tillögu að viðbrögðum við ofangreindum athugasemdum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

Á 43. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs voru bókaðar inn athugasemdir sem bárust vegna breytingar aðalskipulags og tillögu að nýju deiliskipulagi við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða. Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að gera tillögu að viðbrögðum við athugasemdunum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sína tillögur og uppfærða tillögu að breytingu aðalskipulags.
Athugasemdir og ábendingar sem bárust við kynningu skipulagstillagnanna snérust fyrst og fremst um útfærslur í deiliskipulagi. Breytingar á tillögu að aðalskipulagi frá því sem kynnt var fólust því eingöngu í óverulegum lagfæringum á orðalagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt og framlögð tillaga send til yfirferðar Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019

Á 44. fundi lagði skipulags- og framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt og framlögð tillaga send til yfirferðar Skipulagsstofnunar.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi og Óli Halldórsson.
Samþykkt samhljóða.