Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

81. fundur 15. maí 2018 kl. 16:15 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Örlygur Hnefill Örlygsson Forseti
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon
 • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
 • Gunnlaugur Stefánsson 1. varaforseti
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varamaður
 • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Óli vék af fundi eftir lið 2. Trausti kom inn í hans stað.

1.Ársreikningur 2017

Málsnúmer 201804151Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Norðurþings til síðari umræðu.
Til máls tóku; Kristján, Örlygur, Gunnlaugur og Óli.


Gunnlaugur og Soffía leggja fram eftirfarandi bókun:

Ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2017 sýna glökkt að áhrif uppbyggingar á Bakka og framkvæmdir við önnur verkefni tengt þeirri uppbyggingu hafa gríðaleg áhrif á afkomu sveitarfélagsins. Áhrifin eru mikil hækkun útsvarstekna, auknar tekjur Hafnasjóðs, hækkað fasteignaverð og veruleg fjölgun íbúa sveitarfélagsins.
Einnig er ánæjulegt að sjá að áhrifin eru í takti við þær áætlanir sem gerðar voru af sveitarfélaginu árið 2012. Voru þessar áætlanir kynntar Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem leið sveitarfélagsins Norðurþings til að uppfylla kröfur reglugerðar um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga.
Ytra umhverfi í rekstri sveitarfélaga á Íslandi er mjög hagstætt núna sem kemur fram í aukinni atvinnuþáttöku og mikilli hækkun launa á síðustu árum. Á sama tíma hækkar framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélag og leiðir þetta til verulegrar hækkunar á tekjum sveitarfélaga. Því má segja að sveitarfélagið Norðurþing sé að ganga í gegnum einstakt hagvaxtaskeið í rekstri sínum.
Þegar vel gengur í rekstri sveitarfélaga er mikilvægt að gæta ýtrustu ráðdeildar í rekstri og hafa alltaf langtíma hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Mikilvægt er að auka enn frekar framlegð sveitarfélagsins á komandi árum. Það gerist með áframhaldandi öflugri sókn í atvinnumálum og viðvarandi fjölgun íbúa.
Óskum við nýrri sveitarstjórn og starfsmönnum sveitarfélagsins velfarnaðar í störfum sínum á komandi árum.

Gunnlaugur Stefánsson
Soffía HelgadóttirMeirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings lýsir mikilli ánægju með ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Allir meginmælikvarðar á rekstur og efnahag sýna afgerandi jákvæða þróun. Skuldahlutfall A-hluta er nú komið niður í 106% og samstæðunnar í heild 127% og lækkar enn frá fyrra ári. Í tvö ár í röð hefur skuldahlutfall Norðurþings því mælst verulega undir viðmiði eftirlitsnefndar sveitarfélaga (150%). Rekstrarafkoma A-hluta er jákvæð um 236 m.kr. og samstæðunnar í heild um 342 m.kr. Þessi niðurstaða næst þrátt fyrir að enn hafi bæst við háar upphæðir í lífeyrisskuldbindingu og fjárfestingarþörf verið mikil í tengslum við innviði atvinnuuppbyggingar. Skýringar á þessari góðu niðurstöðu í rekstri Norðurþings eru margar, bæði ytri og innri aðstæður verið hagfelldar. Vel hefur gengið að ná utan um rekstur sveitarfélagsins. Þær hagræðingaraðgerðir sem innleiddar hafa verið fyrr á kjörtímabilinu skila sér í rekstrinum á þessu ári.
Meirihluti sveitarstjórnar hefur unnið markvisst á kjörtímabilinu að úrbótum í rekstri sveitarfélagsins. Teknar hafa verið afgerandi ákvarðanir sem haft hafa jákvæð áhrif á efnahag og rekstur, s.s. um uppgreiðslu gengisláns Orkuveitu Húsavíkur og breytingar á fjárhagslegum samskiptum milli A- og B-hluta. Þá hefur verið fylgt ráðgjöf endurskoðenda og fagaðila sem fengnir voru í upphafi kjörtímabils til greiningar á fjárhag og rekstri, sem haft hefur jákvæð áhrif inn í rekstur deilda og sviða.
Vel hefur gengið að halda utan um íbúaskráningu og gott samstarf verið byggt upp við stéttarfélögin og atvinnurekendur á svæðinu um þau mál, sem skilar sér beint í hækkun útsvarstekna. Þá hafa ytri aðstæður verið hagfelldar að ýmsu leyti. Atvinnuvegirnir fjárfest og aukið umsvif, sem hefur aukið tekjur, ekki síst ferðaþjónustan og atvinnustarfsemi á Bakka.
Ársreikningurinn sýnir mikinn viðsnúning í rekstri Norðurþings og endurspeglar þann mikla árangur sem náðst hefur í rekstri á kjörtímabilinu. Meirihluti sveitarstjórnar vill færa sveitarstjóra og öðru starfsfólki Norðurþings í öllum deildum og sviðum, þakkir fyrir árangur í rekstri sveitarfélagsins. Mannauður sveitarfélagsins er forsenda árangurs í rekstrinum.

Óli, Kolbrún Ada, Örlygur, Olga og Stefán.


Ársreikningur Norðurþings er samþykktur samhljóða.

2.Kosningar til sveitarstjórna 2018

Málsnúmer 201802061Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2018 með skiptingum í kjördeildir.

Skv. prentaðri kjörskrá frá Þjóðskrá Íslands eru 2116 á kjörskrá Norðurþings. Sú kjörskrá mun liggja frammi til kynninga frá 15. maí fram að kjördag.
Til máls tók: Örlygur.

Örlygur leggur fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn staðfestir framlagða kjörskrá og veitir staðgengli sveitarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi 26. maí nk. vegna sveitarstjórnarkosninga nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitastjórna. Einnig felur sveitarstjórn staðgengli sveitarstjóra að árita framlagða kjörskrá.

Samþykkt samhljóða.

3.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tóku: Kristján og Soffía.

4.Breyting á aðalskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805009Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

5.Breyting á deiliskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805010Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Örlygur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

6.Deiliskipulag Fjöll 2, Kelduhverfi

Málsnúmer 201805003Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

7.Deiliskipulag athafnasvæði A5 - Kringlumýri

Málsnúmer 201711108Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar framkomnar ábendingar og athugasemdir.
Skipulagsráðgjafa er falið að leiðrétta skipulagið m.v. ábendingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsmörk verði alfarið höfð utan þjóðvegar. Vegur um Stangarbakkafjöru verði tekinn vinkilrétt á Norðausturveg og vegtenging af Stangarbakkafjöru inn á lóð Norðlenska verði tekin eins nærri 50 m frá miðlínu Norðausturvegar eins og hæðarlega leyfir. Gangbraut meðfram lóð Norðlenska verði felld út úr deiliskipulaginu enda gönguleið hugsuð austan þjóðvegarins. Loks verði í greinargerð vísað til 32. gr. Vegalaga nr. 80/2007 vegna fjarlægðar skilta frá þjóðvegi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan og skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

8.Hildur Óladóttir sækir um lóðastækkun að Bakkagötu 3 Kópaskeri

Málsnúmer 201611091Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði lóðarstækkun til samræmis við framlagða teikningu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

9.Umsókn um skilgreiningu lóðar umhverfis lóðarlaust hús að Bakkagötu 7, Kópaskeri

Málsnúmer 201611092Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grundvelli lóðaruppdráttar. Lóðin verði látin heita Bakkagata 5.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

10.PCC BakkiSilicon hf. óskar eftir að einn skáli fái að standa áfram

Málsnúmer 201805011Vakta málsnúmer

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði áframhaldandi stöðuleyfi fyrir einum gistiskálanna.
Til máls tóku: Kjartan og Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

11.Samkomulag við Fakta bygg AS vegna hótelbyggingar á Höfða.

Málsnúmer 201804191Vakta málsnúmer

Á 252. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulaginu og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Til máls tóku: Kristján, Soffía og Gunnlaugur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag.

12.Byggðarráð Norðurþings - 250

Málsnúmer 1804013FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 250. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 5 "Forvarna- og öryggisnefnd Norðurþings 2018": Kjartan og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

13.Byggðarráð Norðurþings - 251

Málsnúmer 1805002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 251. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 12 "Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2018": Gunnlaugur og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd - 28

Málsnúmer 1805001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 28. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

15.Fræðslunefnd - 25

Málsnúmer 1805003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 25. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 6 "Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla": Soffía og Olga.

Fundargerðin er lögð fram.

16.Framkvæmdanefnd - 28

Málsnúmer 1804014FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 28. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Framlenging samnings um sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi": Kjartan, Gunnlaugur og Kristján.


Fundargerðin er lögð fram.

17.Félagsmálanefnd - 21

Málsnúmer 1805006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 21. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

18.Æskulýðs- og menningarnefnd - 22

Málsnúmer 1805004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 22. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

19.Byggðarráð Norðurþings - 252

Málsnúmer 1805007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 252. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Uppbyggingu slökkvistöðvar": Kolbrún Ada, Gunnlaugur, Olga, Stefán, Kjartan, Örlygur, Soffía, Trausti og Kristján.

Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:

Vísað er til fundargerðar byggðarráðs Norðurþings dags. 11. maí 2018. Fyrir liggur að útboð á byggingu slökkvistöðvar hefur farið fram án þess að tilboð hafi borist. Að ganga til samninga á þessum tímapunkti telja undirrituð ekki rétt. Um er að ræða verðhugmyndir frá verktaka sem fengnar eru að loknu útboði þar sem ekkert tilboð barst, um verð sem er yfir kostnaðaráætlun og að auki með nokkru fráviki frá upphaflegum útboðsforsendum. Þá liggja ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um fýsileika annarra valkosta. Við blasir þó að húsnæðismál slökkvistöðvar þarf að leysa svo fljótt sem forsendur verða til.
Í ljósi þessa er sú tillaga lögð fram að frestað verði viðræðum um byggingu slökkvistöðvar á forsendum verðhugmynda utan útboðs líkt og áður hefur verið rakið. Þess í stað verði lokið við könnun á því hvort aðrir kostir eru hagkvæmir og fýsilegir og ef svo reynist ekki vera, boðið út aftur með þeim breyttu forsendum og tímaramma sem nú þegar er farið að vinna eftir. Með þeim hætti verði málsmeðferð yfir vafa hafin og hagsmunir almennings hafðir í fyrirrúmi.

Kolbrún Ada og Trausti greiddu atkvæði með tillögunni.

Örylgur, Stefán, Olga, Kjartan, Anna og Soffía greiddu atkvæði á móti tillögunni.


Gunnlaugur vék af fundi undir umræðu um þriðja lið fundargerðarinnar þegar var farið að ræða tilboðið.


Fundargerðin er lögð fram.

20.Hafnanefnd - 24

Málsnúmer 1805005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 24. fundar hafnarnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Ársskýrsla 2017": Kjartan og Trausti.

Trausti óskar bókað:

Árskýrsla frá Cruise Iceland er röng þar sem ekki kom fram að það komu tvö skemmtiferðaskip til Raufarhafnar árið 2017 og væri ágætt að Cruise Iceland myndi leiðrétta skýrsluna með tilliti til þess.

Sveitarstjórn tekur samhljóða undir bókunina.


Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.