Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 252

Málsnúmer 1805007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 81. fundur - 15.05.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 252. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Uppbyggingu slökkvistöðvar": Kolbrún Ada, Gunnlaugur, Olga, Stefán, Kjartan, Örlygur, Soffía, Trausti og Kristján.

Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:

Vísað er til fundargerðar byggðarráðs Norðurþings dags. 11. maí 2018. Fyrir liggur að útboð á byggingu slökkvistöðvar hefur farið fram án þess að tilboð hafi borist. Að ganga til samninga á þessum tímapunkti telja undirrituð ekki rétt. Um er að ræða verðhugmyndir frá verktaka sem fengnar eru að loknu útboði þar sem ekkert tilboð barst, um verð sem er yfir kostnaðaráætlun og að auki með nokkru fráviki frá upphaflegum útboðsforsendum. Þá liggja ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um fýsileika annarra valkosta. Við blasir þó að húsnæðismál slökkvistöðvar þarf að leysa svo fljótt sem forsendur verða til.
Í ljósi þessa er sú tillaga lögð fram að frestað verði viðræðum um byggingu slökkvistöðvar á forsendum verðhugmynda utan útboðs líkt og áður hefur verið rakið. Þess í stað verði lokið við könnun á því hvort aðrir kostir eru hagkvæmir og fýsilegir og ef svo reynist ekki vera, boðið út aftur með þeim breyttu forsendum og tímaramma sem nú þegar er farið að vinna eftir. Með þeim hætti verði málsmeðferð yfir vafa hafin og hagsmunir almennings hafðir í fyrirrúmi.

Kolbrún Ada og Trausti greiddu atkvæði með tillögunni.

Örylgur, Stefán, Olga, Kjartan, Anna og Soffía greiddu atkvæði á móti tillögunni.


Gunnlaugur vék af fundi undir umræðu um þriðja lið fundargerðarinnar þegar var farið að ræða tilboðið.


Fundargerðin er lögð fram.