Fara í efni

Kosningar til sveitarstjórna 2018

Málsnúmer 201802061

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 81. fundur - 15.05.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2018 með skiptingum í kjördeildir.

Skv. prentaðri kjörskrá frá Þjóðskrá Íslands eru 2116 á kjörskrá Norðurþings. Sú kjörskrá mun liggja frammi til kynninga frá 15. maí fram að kjördag.
Til máls tók: Örlygur.

Örlygur leggur fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn staðfestir framlagða kjörskrá og veitir staðgengli sveitarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi 26. maí nk. vegna sveitarstjórnarkosninga nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitastjórna. Einnig felur sveitarstjórn staðgengli sveitarstjóra að árita framlagða kjörskrá.

Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 255. fundur - 28.06.2018

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar skýrsla yfirkjörstjórnar.

Með vísan til 95. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, sendir yfirkjörstjórn Norðurþings hér samantekt um störf sín og úrslit sveitarstjórnarkosninganna árið 2018 í Norðurþingi.

Sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram 26. maí 2018 og bárust fimm framboð til sveitarstjórnar Norðurþings. Kjörstjórn tók við framboðslistum og meðmælendum laugardaginn 5. maí. Farið var yfir listana og meðmælendur og leiðrétt það sem þurfti að leiðrétta.
Niðurstaða kosninganna var skv. eftirfarandi:

B - listi Framsóknar og félagshyggjufólks 418 atkvæði (3 fulltr.)
D - listi Sjálfstæðisflokks 477 atkvæði (3 fulltr.)
E - listi Listi Samfélagsins 223 atkvæði (1 fulltr.)
S - listi Samfylkingar og annars félagshyggjufólks 228 atkvæði (1 fulltr.)
V - listi Vinstri græn og óháð í Norðurþingi 238 atkvæði (1 fulltr.)
Auð 52 atkvæði
Ógild 14 atkvæði
Samtals greiddu 1.650 atkvæði, á kjörskrá voru 2.115, kjörsókn varð því 78%.
Lagt fram til kynningar.