Fara í efni

Samkomulag við Fakta bygg AS vegna hótelbyggingar á Höfða.

Málsnúmer 201804191

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 249. fundur - 20.04.2018

Í drögum liggur fyrir byggðarráði grunnur að samkomulagi Norðurþings við Fakta bygg AS um uppbyggingu hótelbyggingar á Húsavíkurhöfða. Unnið hefur verið að verkefninu í nokkra mánuði og eru markmið beggja aðila þau að tryggja með sem bestum hætti umgjörð þess svo af uppbyggingunni megi verða. Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála og næstu skrefum í málinu, en fyrirhuguð er opin kynning á áformum Fakta bygg AS á Húsavík í byrjun maí mánaðar.
Byggðarráð fagnar áformum Fakta bygg AS um uppbygginguna á Húsavík. Sveitarstjóra falið að vinna að samkomulaginu við Fakta bygg AS og leggja fyrir byggðarráð að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 251. fundur - 04.05.2018

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu sem stefnt er að undirrita vegna fyrirætlana Fakta Bygg AS um uppbyggingu nýs hótels á Húsavíkurhöfða. Fyrirhugaður er opinn kynningarfundur um verkefnið á mánudaginn n.k. kl 17:00 hvar farið verður yfir framvindu verkefnisins og næstu skref. Ljóst er að áætlanirnar eru metnaðarfullar og verkefnið mun hafa afar jákvæð áhrif á sveitarfélagið ef af því verður.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita.

Byggðarráð Norðurþings - 252. fundur - 11.05.2018

Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi um næstu skref er varða fyrirhugaða uppbyggingu hótels á Húsavíkurhöfði, tilvonandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og nauðsynlegar vegaframkvæmdir sveitarfélagsins taki Fakta Bygg ákvörðun um að hefja framkvæmdir við hótelið. Kristján Eymundsson mætir til fundarins og ræðir samkomulagið og framhaldið við byggðarráð.
Byggðarráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulaginu og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 81. fundur - 15.05.2018

Á 252. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulaginu og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Til máls tóku: Kristján, Soffía og Gunnlaugur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag.

Byggðarráð Norðurþings - 253. fundur - 25.05.2018

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að orðalagsbreytingu í samningi Fakta bygg AS og Norðurþings vegna hótelbyggingar á Höfða.
Byggðarráð samþykkir orðalagsbreytinguna og felur sveitarstjóra að ganga frá breytingunni.