Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

253. fundur 25. maí 2018 kl. 08:15 - 09:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Samkomulag við Fakta bygg AS vegna hótelbyggingar á Höfða.

Málsnúmer 201804191Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að orðalagsbreytingu í samningi Fakta bygg AS og Norðurþings vegna hótelbyggingar á Höfða.
Byggðarráð samþykkir orðalagsbreytinguna og felur sveitarstjóra að ganga frá breytingunni.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Farið verður yfir skipulag og vörður í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins. Fjármálastjóri kynnir vinnuna framundan.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir Leigufélagsins Hvamms 2017 - 2018

Málsnúmer 201711096Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hluthafafundar Leigufélagsins Hvamms frá 9. maí s.l. og undirritaður samningur og kaupsamningur vegna Útgarðs 4-8 við Arctic Edge Consulting ehf.
Jónas kom til fundarins kl. 08:37

Gunnlaugur Stefánsson óskar eftir að bókað verði;

Fengið verði álit á hvort Leigufélaginu Hvammi sé heimilt að framselja lóðarréttindi við Útgarð eins og þessi samningur felur í sér og hvort fyrirhugaðar framkvæmdir séu í samræmi við gildandi skipulag svæðisins.

Óli og Olga benda á að Leigufélag Hvamms ehf., undir stjórn þáverandi sveitarstjórnar, hefur fyrir um áratug byggt blokk á svæðinu með eignaríbúðum á grunni gildandi skipulags. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur bæði fjallað um fyrri áform og núverandi. Sjálfsagt er að yfirfara hvort sú bygging og þá einnig þau áform sem nú eru uppi falli að skipulagi og þá gerðar breytingar ef þörf þykir.

4.Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur

Málsnúmer 201709170Vakta málsnúmer

Til umræðu í byggðarráði eru drög að uppbyggingarsamningi sveitarfélagsins og Golfklúbbs Húsavíkur um nýtt aðstöðuhús við Katlavöll.
Málið kynnt, sveitarstjóra falið að klára samninginn og leggja fyrir sveitarstjórn.

5.Kaup á léttum vinnubíl fyrir áhaldahús og íþróttavelli

Málsnúmer 201805235Vakta málsnúmer

Fyrir bygðarráði liggur minnisblað frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa um kaup á léttum vinnubíl fyrir áhaldahús og íþróttavelli á Húsavík.
Tækjamál vallarins hafa áður verið til umfjöllunar hjá æskulýðs- og menningarnefnd og framkvæmdanefnd.
Kaupin eru innan fjárhagsramma. Lagt fram til kynningar.

6.Árshlutauppgjör 2018

Málsnúmer 201805248Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir rekstur málaflokka og þróun tekna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018.
Lagt fram til kynningar.

7.Utankjörfundaratkvæðagreiðsla - ófullnægjandi þjónusta í smærri byggðakjörnum

Málsnúmer 201805251Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tölvupóstur frá Kristjáni Þ. Halldórssyni sem hann ritar embætti Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, Dómsmálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaginu Norðurþingi vegna þess sem honum finnst vera með öllu ófullnægjandi þjónusta í utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Byggðarráð tekur undir erindið og fer þess á leit við Sýslumanninn á Norðurlandi eystra að gerðar verði úrbætur á þessu til framtíðar. Þannig að þjónusta í utankjörfundaatkvæðagreiðslum í smærri byggðarlögum verði bætt.

8.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2018

Málsnúmer 201805163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Málræktarsjóðs föstudaginn 8. júní kl. 15:30.
Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Landkerfis bókasafna hf. 2018

Málsnúmer 201805223Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. miðvikudaginn 30. maí kl. 15:00.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.