Fara í efni

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla - ófullnægjandi þjónusta í smærri byggðakjörnum

Málsnúmer 201805251

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 253. fundur - 25.05.2018

Fyrir byggðarráði liggur tölvupóstur frá Kristjáni Þ. Halldórssyni sem hann ritar embætti Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, Dómsmálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaginu Norðurþingi vegna þess sem honum finnst vera með öllu ófullnægjandi þjónusta í utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Byggðarráð tekur undir erindið og fer þess á leit við Sýslumanninn á Norðurlandi eystra að gerðar verði úrbætur á þessu til framtíðar. Þannig að þjónusta í utankjörfundaatkvæðagreiðslum í smærri byggðarlögum verði bætt.