Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

249. fundur 20. apríl 2018 kl. 12:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur 2017

Málsnúmer 201804151Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2017. Ragnar Jóhann Jónsson frá Deloitte kom til fundarins og fór yfir helstu atriði ársreikningsins.
Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum ársreikningi Norðurþings til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Uppfærsla á skipuriti Norðurþings

Málsnúmer 201804059Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri leggur til að rekstrarstjóri hafna verði skipaður hafnarstjóri, tímabundið.

Þegar sveitarstjóri var skipaður hafnarstjóri Norðurþings 18. júní 2015 var það rætt að sú ákvörðun stæði þar til framtíðarfyrirkomulag í rekstri hafna Norðurþings lægi betur fyrir. Byggðarráð samþykkir að skipuriti verði breytt með þeim hætti að núverandi rekstrarstjóri hafna, Þórir Örn Gunnarsson, verði skipaður hafnarstjóri til eins árs frá og með mánudeginum 23. apríl. Auglýsa skal stöðu hafnarstjóra að nýju innan 12 mánaða. Umrædd tímabundin skipan skal ekki hafa áhrif á ráðningarsamning Þóris að öðru leyti en því að hann taki við þeirri ábyrgð sem hafnarstjóra er falið að axla skv. hafnalögum.

3.Samþykktir Norðurþings 2018

Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri leggur fram athugasemdir og leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um endanlega afgreiðslu á ný-samþykktum samþykktum um stjórn og fundarsköp Norðurþings. Vísa þarf tillögunum til sveitarstjórnar til lokaafgreiðslu.
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur

Málsnúmer 201709170Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir stöðuna á uppbyggingarsamningi við Golfklúbb Húsavíkur.
Sveitarstjóra falið að leggja fram kostnaðaráætlun á uppbyggingu hússins í samráði við Golfklúbbinn. Stefnt verði að því að frágangi samningsins verði lokið í maí.

5.Samkomulag við Fakta bygg AS vegna hótelbyggingar á Höfða.

Málsnúmer 201804191Vakta málsnúmer

Í drögum liggur fyrir byggðarráði grunnur að samkomulagi Norðurþings við Fakta bygg AS um uppbyggingu hótelbyggingar á Húsavíkurhöfða. Unnið hefur verið að verkefninu í nokkra mánuði og eru markmið beggja aðila þau að tryggja með sem bestum hætti umgjörð þess svo af uppbyggingunni megi verða. Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála og næstu skrefum í málinu, en fyrirhuguð er opin kynning á áformum Fakta bygg AS á Húsavík í byrjun maí mánaðar.
Byggðarráð fagnar áformum Fakta bygg AS um uppbygginguna á Húsavík. Sveitarstjóra falið að vinna að samkomulaginu við Fakta bygg AS og leggja fyrir byggðarráð að nýju.

6.Fundargerðir Leigufélagsins Hvamms 2017 - 2018

Málsnúmer 201711096Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála er varðar fyrirhugaða uppbyggingu íbúða við Útgarð 6-8 á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

7.Samskipti við velferðarráðuneytið varðandi rekstur dvalarheimilisins

Málsnúmer 201703093Vakta málsnúmer

Borist hefur svarbréf frá Velferðarráðuneytinu varðandi efnisþætti tengda rekstri Hvamms sem ræddir voru á fundi heilbrigðisráðherra, fulltrúa sveitarfélaganna Norðurþings og Tjörness, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og starfsmönnum ráðuneytisins þann 17. janúar 2018.
Lagt fram til kynningar.

8.Hækkun gjaldskrár Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs

Málsnúmer 201804123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. um breytingu á gjaldskrá hitaveitunnar en skv 3. grein reglugerðar nr. 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. skal haft samráð við sveitarstjórn vegna gjaldskrárbreytinga.
Byggðarráð vísar erindinu til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 14:45.