Fara í efni

Uppfærsla á skipuriti Norðurþings

Málsnúmer 201804059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 249. fundur - 20.04.2018

Sveitarstjóri leggur til að rekstrarstjóri hafna verði skipaður hafnarstjóri, tímabundið.

Þegar sveitarstjóri var skipaður hafnarstjóri Norðurþings 18. júní 2015 var það rætt að sú ákvörðun stæði þar til framtíðarfyrirkomulag í rekstri hafna Norðurþings lægi betur fyrir. Byggðarráð samþykkir að skipuriti verði breytt með þeim hætti að núverandi rekstrarstjóri hafna, Þórir Örn Gunnarsson, verði skipaður hafnarstjóri til eins árs frá og með mánudeginum 23. apríl. Auglýsa skal stöðu hafnarstjóra að nýju innan 12 mánaða. Umrædd tímabundin skipan skal ekki hafa áhrif á ráðningarsamning Þóris að öðru leyti en því að hann taki við þeirri ábyrgð sem hafnarstjóra er falið að axla skv. hafnalögum.