Fara í efni

Deiliskipulag athafnasvæðis A5 - Kringlumýri

Málsnúmer 201711108

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 22. fundur - 21.11.2017

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag athafnasvæðis A5, Kringlumýri.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 75. fundur - 28.11.2017

Á 22. fundi skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 24. fundur - 09.01.2018

Nú er lokið athugasemdafresti vegna skipulagslýsingar deiliskipulags athafnasvæðis A5 við Kringlumýri. Umsagnir og athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni,Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra.

Skipulagsstofnun minnir á að í tillögunni þarf að leggja áherslu á ásýnd sbr. stefnu aðalskipulags og skoða þarf hvort hætta sé á mengun frá starfseminni á svæðinu og þá hvernig skuli brugðist við.

Vegagerðin telur æskilegt að loka annarri af núverandi vegtengingum af þjóðvegi inn á lóð Norðlenska. Endurhanna þarf nyrðri vegtengingu inn á lóð Norðlenska. Vegagerðin telur veghelgunarsvæði vegarins eiga að vera 30 m og minnir á ákvæði um lágmarksfjarlægðir milli bygginga og vega í skipulagsreglugerð. Vegagerðin óskar þess að fá tillögu að deiliskipulagi til umsagnar.

Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

Heilbrigðiseftirlit gerir ekki skýrar athugasemdir við skipulagslýsinguna sem slíka en veltir vöngum yfir landnotkun, ákvæði aðalskipulags um A5, mengunarhættu og kröfum um umgengni.



Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar ábendingar og athugasemdir og felur skipulagsráðgjafa að taka tillit til þeirra sem kostur er við vinnslu skipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 25. fundur - 19.02.2018

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að deiliskipulagi fyrir Kringlumýri.
Skipulagstillagan var rædd og tilnefndar smávægilegar lagfæringar. Helsta lagfæring fellst í stækkun byggingarreits á lóð Norðlenska í átt að lóð Garðvíkur.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga með þeim breytingum og lagfæringum sem ræddar voru á fundinum.

Sveitarstjórn Norðurþings - 78. fundur - 20.02.2018

Á 25. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað;

Skipulagstillagan var rædd og tilnefndar smávægilegar lagfæringar. Helsta lagfæring fellst í stækkun byggingarreits á lóð Norðlenska í átt að lóð Garðvíkur.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga með þeim breytingum og lagfæringum sem ræddar voru á fundinum.
Til máls tók; Sif

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 28. fundur - 08.05.2018

Nú er lokið athugasemdafresti vegna deiliskipulags athafnasvæðis A5 við Kringlumýri á Húsavík. Umsagnir/athugasemdir bárust frá Minjastofnun (bréf dags. 27. mars, Vegagerðinni (bréf dags. 16. apríl) og Skipulagsstofnun með tölvupósti dags. 27. mars.

Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.

Vegagerðin óskar eftir að veghelgunarsvæði sé skýrlega markað á uppdrætti og skipulagsmörk færð svo þau nái útyfir vegamót Norðausturvegar (85) og Kringlumýrar. Þess er óskað að vegur að Stangarbakkafjöru verði tekinn vinkilrétt á Norðausturveg og að tenging frá Stangarbakkafjöruvegi að lóð Norðlenska verði færð vestar þannig að hún verði minnst 50 m frá gatnamótum við Norðausturveg. Gönguleið skal ekki sýna nær þjóðvegi en sem nemur einföldu öryggissvæði. Vegagerðin minnir á ákvæði 32. gr. Vegalaga um fjarlægð skilta frá miðlínu vegar.

Skipulagsstofnun bendir á að lagfæra þarf skýringar við deiliskipulagið á uppdrætti og að óheppilegt sé að nota hugtök úr aðalskipulagi eins og "óbyggt svæði" nema svæðið rými við gildandi landnotkun. Loks er bent á eina ranga lagatilvísun.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar framkomnar ábendingar og athugasemdir.
Skipulagsráðgjafa er falið að leiðrétta skipulagið m.v. ábendingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsmörk verði alfarið höfð alfarið utan þjóðvegar. Vegur um Stangarbakkafjöru verði tekinn vinkilrétt á Norðausturveg og vegtenging af Stangarbakkafjöru inn á lóð Norðlenska verði tekin eins nærri 50 m frá miðlínu Norðausturvegar eins og hæðarlega leyfir. Gangbraut meðfram lóð Norðlenska verði felld út úr deiliskipulaginu enda gönguleið hugsuð austan þjóðvegarins. Loks verði í greinargerð vísað til 32. gr. Vegalaga nr. 80/2007 vegna fjarlægðar skilta frá þjóðvegi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan og skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 81. fundur - 15.05.2018

Á 28. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar framkomnar ábendingar og athugasemdir.
Skipulagsráðgjafa er falið að leiðrétta skipulagið m.v. ábendingar Skipulagsstofnunar. Skipulagsmörk verði alfarið höfð utan þjóðvegar. Vegur um Stangarbakkafjöru verði tekinn vinkilrétt á Norðausturveg og vegtenging af Stangarbakkafjöru inn á lóð Norðlenska verði tekin eins nærri 50 m frá miðlínu Norðausturvegar eins og hæðarlega leyfir. Gangbraut meðfram lóð Norðlenska verði felld út úr deiliskipulaginu enda gönguleið hugsuð austan þjóðvegarins. Loks verði í greinargerð vísað til 32. gr. Vegalaga nr. 80/2007 vegna fjarlægðar skilta frá þjóðvegi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan og skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 31. fundur - 14.05.2019

Nú er lokið kynningarfresti vegna breytingar deiliskipulags athafnasvæðis A5 í Kringlumýri. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni með bréfi dags. 9. maí.

1) Vegagerðin fer fram á að veghelgunarsvæði verði teiknað inn á skipulagsuppdrátt.

2) Vegagerðin bendir á að byggingarreitir eru nærri vegi og að Vegagerðin muni ekki taka þátt í kostnaði við hljóðvarnir ef þeirra gerast þörf.

3) Almennt er bent á að leyfi Vegagerðarinnar þarf fyrir byggingum, leiðslum, auglýsingaspjöldum eða öðrum föstum eða lausum mannvirkjun innan veghelgunarsvæðis Norðausturvegar (85).

4) Ekki er æskilegt að skipulagsmörk nái inn á hluta vega þar sem það gæti haft áhrif á síðari breytingar.

Ekki bárust aðrar athugasemdir við skipulagskynninguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar þær athugasemdir sem bárust.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni:

1) Sýna veghelgunarsvæði (30 m frá miðlínu vegar) á uppdrætti.

2) Færa skipulagsmörk frá þjóðvegi.

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið í athugasemdum 2) og 3)en telur ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni þeirra vegna.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem fram koma hér að ofan.

Sveitarstjórn Norðurþings - 92. fundur - 14.05.2019

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar þær athugasemdir sem bárust.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni:

1) Sýna veghelgunarsvæði (30 m frá miðlínu vegar) á uppdrætti.

2) Færa skipulagsmörk frá þjóðvegi.

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið í athugasemdum 2) og 3)en telur ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni þeirra vegna.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem fram koma hér að ofan.
Til máls tók;
Silja.

Tillagan samþykkt samhljóða