Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

25. fundur 19. febrúar 2018 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Sif Jóhannesdóttir formaður
 • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
 • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gunnlaugur Stefánsson
 • Olga Gísladóttir
 • Kjartan Páll Þórarinsson
 • Óli Halldórsson
 • Hjálmar Bogi Hafliðason
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir
 • Stefán Jón Sigurgeirsson
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag athafnasvæði A5 - Kringlumýri

Málsnúmer 201711108Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að deiliskipulagi fyrir Kringlumýri.
Skipulagstillagan var rædd og tilnefndar smávægilegar lagfæringar. Helsta lagfæring fellst í stækkun byggingarreits á lóð Norðlenska í átt að lóð Garðvíkur.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga með þeim breytingum og lagfæringum sem ræddar voru á fundinum.

2.Breyting aðalskipulags við Vitaslóð

Málsnúmer 201802109Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti frumhugmyndir FaktaBygg að hótelbyggingu við Vitaslóð. Hugmyndir víkja nokkuð frá fyrirliggjandi deiliskipulagi og grunnur húss nær bjargbrún Húsavíkurhöfða en afmörkun þjónustusvæðis í aðalskipulagi gerir ráð fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að breytingu aðalskipulags sem heimila myndi fyrirhugaða uppbyggingu skv. hugmyndum lóðarhafa.

3.Breyting deiliskipulags við Vitaslóð

Málsnúmer 201802110Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti frumhugmyndir FaktaBygg að hótelbyggingu við Vitaslóð. Hugmyndir víkja nokkuð frá fyrirliggjandi deiliskipulagi og grunnur húss nær bjargbrún Húsavíkurhöfða en afmörkun þjónustusvæðis í aðalskipulagi gerir ráð fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að breytingu deiliskipulags sem heimila myndi fyrirhugaða uppbyggingu skv. hugmyndum lóðarhafa.

4.Sveinn Hreinsson og Björg Björnsdóttir sækja um úthlutun byggingarlóðar fyrir einbýlishús að Hrísateig 11.

Málsnúmer 201712088Vakta málsnúmer

Sveinn Hreinsson og Björg Björnsdóttir óska eftir að fá úthlutað lóðinni að Hrísateigi 11 til uppbyggingar einbýlishúss. Fyrir liggur afstaða Framkvæmdanefndar Norðurþings sem lýsir sig reiðubúna til gatnaframkvæmda vegna lóðarúthlutunar, með fyrirvara að endanlegt slitlagt verði sett þegar fleiri lóðum hefur verið ráðstafað í götunni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Sveini og Björgu verði úthlutað lóðinni að Hrísateigi 11.

5.Tilkynning um skógrækt í landi Höfða í Norðurþingi 2018

Málsnúmer 201801052Vakta málsnúmer

Nanna Steina Höskuldsdóttir óskar svara sveitarstjórnar Norðurþings fyrir því hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við 23 ha skógræktarsvæði í landi Höfða sunnan Raufarhafnar. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur landsins. Fram kemur í erindi að svæðið falli ekki undir verndarákvæði náttúruverndarlaga, ekki séu á því sérstakar jarðmyndanir eða vistkerfi og ekki séu þar friðlýstar fornminjar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla umsagna Vegagerðarinnar og Isavia áður en afstaða er tekin til erindisins.

6.Uppbygging Vindmyllugarðs á Melrakkasléttu.

Málsnúmer 201801045Vakta málsnúmer

Jón Friðberg Hjartarson, f.h. áhugahóps um uppbyggingu vindmyllugarðs á Melrakkasléttu óskar eftir umfjöllun skipulagnefndar um hvort Norðurþing væri reiðbúin til viðræðna um samstarf um uppbyggingu vindmyllugarðs á Melrakkasléttu.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða uppbyggingu.

7.Kári Kristjánsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Brávöllum 11.

Málsnúmer 201711098Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 49,1 m² viðbyggingu við einbýlishúsið að Brávöllum 11 á Húsavík. Teikning er unnin af Erni Sigurðssyni tæknifræðingi. Meðfylgjandi umsókn er undirritað samþykki nágranna sem gera ekki athugasemdir við fyrirhugaða byggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita umsækjanda byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Nordic Natura

Málsnúmer 201801113Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í nýbyggðum gistihúsum við Meiðavelli í Kelduhverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um rekstrarleyfi þegar öryggisúttektum er lokið.

9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Garð, Kelduhverfi

Málsnúmer 201802031Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfi til rekstrar "minna gistiheimilis" í íbúðarhúsinu að Garði í Kelduhverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur misræmi milli fjölda gistirýma í umsókn og skilgreiningu "minna gistiheimilis" í reglugerð. Ennfremur verður ekki séð af fyrirliggjandi teikningum af húsinu að 20 gistirými komist fyrir með góðu móti. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar því veitingu umsagnar þar til skýrari gögn liggja fyrir.

10.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Fosshótel Húsavík

Málsnúmer 201802079Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Fosshótel Húsavík.
Skipulags- og umhverfisnefnd veitir, f.h. Norðurþings, jákvæða umsögn um erindið.

11.Ósk um samþykki fyrir stofnun lóðar úr landi Klifshaga 1

Málsnúmer 201802108Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 7,13 ha lóð undir ferðaþjónustu úr jörðinni að Klifshaga 1 í Öxarfirði. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði stofnun 7,13 ha lóðar út úr Klifshaga skv. framlagðri lóðarmynd. Skv. kafla 23.12 í gildandi aðalskipulagi er heimilt að byggja upp takmarkaða ferðaþjónustu á landbúnaðarlandi. Sé hinsvegar ætlunin að byggja upp frekari ferðaþjónustu á lóðinni en ákvæði aðalskipulags heimila þarf að breyta aðalskipulaginu og afmarka viðkomandi svæði sem þjónustusvæði.

12.Flóki ehf. sækir um stækkun lóðar að Hafnarstétt 21

Málsnúmer 201802106Vakta málsnúmer

Óskað er eftir því að lóðin vestan við Hafnarstétt 21 (Uggahús) verði stækkuð þannig að hún nái 7 m til vesturs frá húsi í stað þeirra 4 metra sem deiliskipulag og lóðarsamningur gerir ráð fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnanefndar Norðurþings áður en erindi er svarað.

13.Flóki ehf. sækir um leyfi til að byggja stærri svalir en áður var gefið leyfi fyrir að Hafnarstétt 21

Málsnúmer 201802105Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir að byggja svalir 6 m til vesturs frá stafni Hafnarstéttar 19 skv. framlagðri teikningu. Jafnframt verði byggður stigi utan á svalirnar að 7 m frá stafnvegg húss.
Skipulags- og umhverfisnefnd fer fram á að fyrirhuguð uppbygging verði grenndarkynnt tveimur aðliggjandi nágrönnum. Ennfremur óskar nefndin umsagnar hafnanefndar áður en afstaða er tekin til erindisins.

Fundi slitið - kl. 18:15.