Fara í efni

Flóki ehf. sækir um leyfi til að byggja stærri svalir en áður var gefið leyfi fyrir að Hafnarstétt 21

Málsnúmer 201802105

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 25. fundur - 19.02.2018

Óskað er eftir samþykki fyrir að byggja svalir 6 m til vesturs frá stafni Hafnarstéttar 19 skv. framlagðri teikningu. Jafnframt verði byggður stigi utan á svalirnar að 7 m frá stafnvegg húss.
Skipulags- og umhverfisnefnd fer fram á að fyrirhuguð uppbygging verði grenndarkynnt tveimur aðliggjandi nágrönnum. Ennfremur óskar nefndin umsagnar hafnanefndar áður en afstaða er tekin til erindisins.

Hafnanefnd - 22. fundur - 07.03.2018

Erindið var tekið fyrir á 25. fundi skipulags- og umhverfisnefndar sem óskar umsagnar hafnanefndar um erindið.
Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 26. fundur - 13.03.2018

Óskað er eftir leyfi til að byggja svalir að 6 m frá núverandi útvegg Hafnarstéttar 21. Fyrir liggur teikning af fyrirhuguðum svölum auk stiga frá þeim niður á Hafnarstétt. Fyrir liggur jákvæð umsögn Hafnanefndar frá fundi 7. mars s.l. Enn fremur liggja fyrir undirritaðar yfirlýsingar frá aðliggjandi lóðarhöfum um að þeir geri ekki athugasemdir við framkvæmdina.
Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir svölunum þegar fullnægjandi hönnunargögnum hefur verið skilað.