Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

31. fundur 14. maí 2019 kl. 13:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Egill Aðalgeir Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 1-6.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir lið 7-8.
Jónas Hreiðar Einarsson verkefnastjóri sat fundinn undir lið 7-13.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 13.

1.Deiliskipulag athafnasvæði A5 - Kringlumýri

Málsnúmer 201711108Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningarfresti vegna breytingar deiliskipulags athafnasvæðis A5 í Kringlumýri. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni með bréfi dags. 9. maí.

1) Vegagerðin fer fram á að veghelgunarsvæði verði teiknað inn á skipulagsuppdrátt.

2) Vegagerðin bendir á að byggingarreitir eru nærri vegi og að Vegagerðin muni ekki taka þátt í kostnaði við hljóðvarnir ef þeirra gerast þörf.

3) Almennt er bent á að leyfi Vegagerðarinnar þarf fyrir byggingum, leiðslum, auglýsingaspjöldum eða öðrum föstum eða lausum mannvirkjun innan veghelgunarsvæðis Norðausturvegar (85).

4) Ekki er æskilegt að skipulagsmörk nái inn á hluta vega þar sem það gæti haft áhrif á síðari breytingar.

Ekki bárust aðrar athugasemdir við skipulagskynninguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar þær athugasemdir sem bárust.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni:

1) Sýna veghelgunarsvæði (30 m frá miðlínu vegar) á uppdrætti.

2) Færa skipulagsmörk frá þjóðvegi.

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið í athugasemdum 2) og 3)en telur ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni þeirra vegna.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem fram koma hér að ofan.

2.Breyting á deiliskipulagi íbúðasvæðis Í5 á Húsavík

Málsnúmer 201902065Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningarfresti vegna breytingar deiliskipulags athafnasvæðis Í5 á Húsavík. Athugasemdir bárust frá Daníel Chandrachur Annisius og Alexia Annisius Askelöf með bréfi mótteknu 8. maí:

1) Daníel og Alexia telja leikvöllinn á sameiginlegu svæði lóðanna að Grundargarði 2, 4 og 6 mikilvægan og leggjast því gegn því að byggingarreitur skerði hann eins og tillagan gerir ráð fyrir.

2) Daníel og Alexia telja að umferð muni aukast verulega vegna uppbyggingar tveggja fjögurra íbúða húsa að Grundargarði 2 og raðhúss að Ásgarðsvegi 27. Skoða beri uppbyggingu á svæðinu m.t.t. allra þátta, s.s. öryggismála, aðkomu neyðarbíla, brunavarna og þjónustu vegna snjómoksturs.

3) Daníel og Alexia telja heppilegra að halda í fyrri skipulagshugmyndir um umfangsmikið opið rými milli Grundargarðs 2, 4 og 6 sem muni stuðla að betri lífsgæðum íbúa og auknum gæðum íbúða.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 11. apríl að ekki væru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir.

1) Ráðið telur að þrátt fyrir breytingar á byggingarreit Grundargarðs 2 verði enn skilið eftir nægilegt rými fyrir sameiginlegan leikvöll milli húsa.

2) Tillaga að skipulagsbreytingu gengur ekki út frá auknu byggingarmagni eða fjölgun íbúða. Ráðið telur því að skipulagsbreytingin muni hafa óveruleg áhrif á magn umferðar. Ennfremur telur ráðið að skipulagsbreytingin hafi óveruleg áhrif á öryggismál, aðkomu neyðarbíla og brunavarna og þjónustu vegna snjómoksturs frá gildandi deiliskipulagi.

3) Skipulagsbreytingin er líkleg til að skerða nokkuð stærð þess svæðis sem skapast milli húsa að Grundargarði 2, 4 og 6. Á hinn bóginn gerir skipulagsbreytingin ekki ráð fyrir auknu byggingarmagni innan lóðarinnar að Grundargarði 2. Því telur ráðið að breytingin sé ekki líkleg til að skerða lífsgæði íbúa eða gæði íbúða.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.

3.Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll

Málsnúmer 201811120Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningarfresti vegna deiliskipulags fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3. Umsögn barst frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, sem ekki gerir þó athugasemd við skipulagstillöguna. Umhverfisstofnun bendir á að öll fráveita skal fylgja reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798/1999 og telur mikilvægt að fjallað sé nákvæmlega um hver staða fráveitumála er í skipulagstillögunni. Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 9. maí 2019 að ekki væru athugasemdir við framlagða tillögu af hálfu stofnunarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á sjónarmið Umhverfistofnunar um að gera skuli grein fyrir fráveitu frá fyrirhuguðum mannvirkjum í skipulagsgreinargerð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra nánar breytingar á texta greinargerðar þar að lútandi. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu.

4.Ósk um nýjan lóðarleigusamning fyrir Garðarsbraut 2.

Málsnúmer 201905040Vakta málsnúmer

Óskað er eftir því að gefinn verði út lóðarleigusamningur til samræmis við gildandi deiliskipulag fyrir Garðarsbraut 2.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur vegna Garðarsbrautar 2 til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Guðmundur H. Halldórsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

5.Saltvík ehf. óskar lóðarstækkunar og byggingarleyfis fyrir starfsmannahús við Saltvík

Málsnúmer 201905071Vakta málsnúmer

Óskað er eftir lóðarstækkun og byggingarleyfi fyrir 36,1 m² bjálkahúsi sem aðstöðu fyrir starfsmenn. Teikningar eru unnar af Guðna Sigurbirni Sigurðarsyni byggingartæknifræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að lóðarstækkun til samræmis við fyrirhugaða uppbyggingu lóðarhafa.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Nýhöfn

Málsnúmer 201905073Vakta málsnúmer

Níels Árni Lund óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Nýhöfn. Stækkun telst 59,6 m². Teikningar eru unnar af Hildi Bjarnadóttur arkitekt.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.
Kristinn J. Lund vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

7.Veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur 2019

Málsnúmer 201905042Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um gjald fyrir silungsveiði í sjó fyrir landi Húsavíkur árið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir veiðileyfi göngusilungs í sjó og mun leyfið kosta 12.000 krónur árið 2019. Gerð verður sú krafa að veiðiskýrslum verði skilað inn í lok hvers veiðitímabils annars fyrirgerir veiðileyfishafi rétti sínum til leyfis að ári.

8.Sundlaug Húsavíkur - Skápalæsingar í fataklefum

Málsnúmer 201902097Vakta málsnúmer

Fyrir liggja kostnaðaráætlanir fyrir endurnýjun skápa í Sundlaug Húsavíkur.
Taka þarf afstöðu til hvað eigi að gera í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir þessari framkvæmd á áætlun fyrir árið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í nýjar skápalæsingar með núverandi skápum án þess að nota armbönd og ganga í framkvæmdina sé tilboðið ekki hærra en sú kostnaðaráætlun sem fyrir liggur.

9.Ottó Gunnarsson, Unufelli 31, Reykjavík óskar eftir enduruppbyggingu körfuboltavalla í Lundi og á Kópaskeri

Málsnúmer 201905026Vakta málsnúmer

Á fundi fjölskylduráðs 6. maí s.l. var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar bréfritara og tekur undir mál hans. Ráðið vísar málinu til Skipulags- og framkvæmdaráðs og óskar eftir að fjármagn verði sett í framkvæmdirnar á framkvæmdaáætlun 2020. Jafnframt bendir ráðið á að þörf er á að fjölga leiktækjum fyrir leikskólabörn í Lundi. Minnir ráðið auk þess á að í sumar stendur til að setja upp ærslabelg á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umræðu við gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2020.

10.Girðing frá höfn til vita

Málsnúmer 201904020Vakta málsnúmer

Tilboð í girðinganet á staura. Skipulags- og framkvæmdaráð þarf að taka afstöðu til tilboðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá girðingu frá höfn til vita, samkv. fyrirliggjandi kostnaðarmati.

11.Húsnæðisáætlun Norðurþings 2019/2026

Málsnúmer 201811024Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur húsnæðisáætlun Norðurþings 2019-2026.
Lagt fram til kynningar.

12.Eldstæði Skógargerði.

Málsnúmer 201905024Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að fjarlægja eldstæði í Skógargerði. Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

13.Mærudagar 2019

Málsnúmer 201902012Vakta málsnúmer

Kjartan Páll tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnir fyrirkomulag vegna Mærudaga 2019 og samning við hátíðarhaldara. Skýra þarf aðkomu Norðurþings að hátíðinni og skipulag.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:45.